Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1924, Page 10

Læknablaðið - 01.07.1924, Page 10
104 LÆKNABLAÐIÐ að þeir hafi nokkurn tima hvað eftir annaS gert io stórskuröi eöa meira á dag, eins og eg haföi einhverntíma heyrt aö væri reglan. Mér þótti einkarvænt um að sjá þaö vera ýkjur einar, hve miklu þeir afköstuöu og fljótt. Danskur læknir haföi í hitteöfyrra logiö mig fullan um alt þetta, en hann haföi auðvitað heldur ekki nokkurn tíma komið til Rochester sjálfur. Hann hafði sagt mér, aö bræðurnir gætu ekki lengur komist yfir þetta einsamlir, en til þess aö þeir heföu „en Finger nied i Spillet" gengju þeir á milli skuröarstofanna, geröu fyrstu skinnsprettuna meö hnífnum, eöa í hæsta lagi færu með hendinni inn til aö þreifa um meiniö, og draga fram görn o. s. frv. En að ööru leyti létu þeir hina læknana um alt, sem gera skyldi. Átti þetta m. ö. o. að vera til þess, aö jieir gætu seinna sagt jiaö undirhyggjulaust viö sjúklinginn eöa vanda- menn hans. sem Víga-Glúmur sagöi þegar hann vann eiöinn: „Vark at þar, ok vák at þar, ok rauök at þar odd ok egg, er Þorvaldr Krókr fékk bana“. Eg komst lika að ]>ví seinna, aö Jieir bræöur láta sér mjög ant um sína sjúklinga, og fylgja ])eim alveg meðan þeir eru í nokkurri hættu. Einn morguninn gekk eg stofugang meö William og sá þá, bæði með eigin augum hve vel hann fylgdist mfeö sjúklingum sínum, og ennfremur fékk eg góöa hugmynd um þaö í löngu viðtali, er eg átti við aðstoöarlækni hans. Þaö voru því nær alt sjúklingar á einbýlis-herbergjum, sem þeir bræöurnir höföu til meðferðar; ágæt herbergi, meö sérstökum baöklefa og W. C., líkt og hótelherbergin af skárra tagi eru vön að vera í Amie'- riku. Og auðséð var, að hér var aö eins um ríka sjúklinga aö ræða, sem höfðu tvær eða fleiri hjúkrunarkonur til að þjóna sér, hver. Eitt var það sérstaklega, sem eg sá þarna hjá hverjum nýskornum laparotomi-sjúklingi. Þaö var gúmmipoki meö volgu saltvatni, hlengdur upp á vegg við hvert rúm, og úr honum löng, mjó gúmmí-pípa, veitandi vatninu inn i a n u s sjúklingsins, gegnum Murphys dreifipípur. Slíktdropa- clysma er álitið jafnnauðsynlegt, fyrstu 2 sólarhringana a. m. k., og dúsan þótti fyrrum handa hverjum krakka. Eg fékk því miður ekki tíma né tækifæri til aö kynnast Dr. William eins og eg vildi. En fyrir hina stuttu viðkynningu við hann finst mér eg langt um auðugri en áður. ])ví eg eignaðist ógleymanlega mynd af m a n n i, sem var xaXoo x'ayaóoo eins og Grikkir sögðu, og mér finst mætti segja við hann líkt og Napo- leon sagði við Göthe: „V o u s étes un homme!“ (Niðurl.) Vanheimtur holdsveikra. Eftir Sæm. Bjarnhjeðinsson. Við samanburð holdsveikisskýrslna frá 1897 °S Í923 sést, að sjúkling- um af þessu tægi hefir fækkað um tvo þriðjunga, úr 180 ofan í 60. Aí þeim eru 42 í spítalanum. Hinir úti um landið. Nú vita allir, aö heilbrigðisskýrslum er alstaðar ábótavant, holdsveikis- skýrslum eigi síður en öðrum. Hjá þessu verður eigi komist með öllu. Reynsluna höfum við fyrir okkur hér á landi um þetta. Með því að grúska

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.