Læknablaðið - 01.07.1924, Side 14
io8
LÆKNABLAÐIÐ
hún sér niöur á stöku stað en hvarí síöan. Eftir 26 ár gýs hún svo upp
í þriðja sinnið i Frederiksværn skamt frá Barnle, þar sem hún gerði
íyrst vart við sig og sýkti 44 af 268 hermönnum sem höfðust þar við.
Einkennum sjúkdómsins er lýst þannig: „Pludselig indtrædende feber
med stærke smærter i muskulaturen pá liryst og ryg samt lemsterhet i
extremitetsmusklerne, hodepine og i anden epidemi supraorbitalneuralgi.
I anden og tredje epidemi tör plevrit, i et par tilfælder orchit.“
I fyrsta faraldri, sem læknarnir hjeldu að væri einhverskonar gigt, er
sagt aö byrjun hafi verið snögg og ætíö hitasótt en sjaldan kalda, sjúk-
lingarnir oft alteknir, lystin lítil, óhrein tunga. Stutt incubatio. Enginn
yfir fertugt .sýktist. Sjúkd. varaði 2—14 daga. Enginn dó.
I öðrum faraldrinum var hitinn um og yfir 390, oft höfuðverkur, stund-
um niðurgangur, enginn hósti eða kvefeinkenni en mjög oft pleuritis
sicca. Varaði oftast 3—6 daga. Sjúkd. gerði að eins vart við sig sumar-
mánuðina
Síðasta faraldurinn rannsökuöu þeir Th. Tjötta og II. A. Salvesen.
Veikin byrjaði skyndilega stundum mcð nokkrum hrolli. Hiti 38—
39, þrautir í brjósti, hrygg, fyrir bringspölum. Lögðust einkum á
andardráttarvöðvana og gerðu erfiðan andardráttinn. Vöðvarnir voru
aumir við þrýsting. Miklir beinverkir og stundum höfuðverkur. Hitinn
stóð t—3 daga var intermittems og féll smámsaman. Sumir kvörtuðu
undan sárindum i koki en ekkert var aö sjá á slímhúðinni, heldur eng-
inn roði. Niðurgangur á stöku sjúkl., þur hósti á ekki allfáum en þur
pleuritis var ]>ó lielsta einkennið frá andardráttarfærunum.
Við rannsókn á blóði fundustt engir sýklar, í hálsslími ekkert nema
venjulegar bakteríur.
Enginn vissi hvaða kvilli þetta væri. Gigt meö hitasótt var hann kall-
aður fyrst; síðan grunaði menn, að hér væri einhver influensu snertur
á ferðum en hurfu frá því aftur. Helst halda þeir Th. Thjötta og Salve-
sen að hann sé febris pappatoci, sjúkd. sem kemur fyrir í Suður-Evrópu
á surnrin og stafar af biti af mýflugu — phlebotomus pappatoci. Virus
er ósýnilegt og smýgur sýklasíur. Eru einkenni þessa sjúkdóms svipuð
og Bamlefaraldursins. Incub. 5— 7 d.
— Eg vil nú biðja menn að bera saman lýsingar Valdemars Steffen-
sen;s i Lbl. (1918, bls. 2) á plevritis epidemica, og Sigurjóns Jónssonar
(bls. 60) Mér sýnist lítill vafi vera á því, að faraldur sá, er þeir lýsa
sé sama pestin. 1 Svarfaðardalnum gekk hún að sumrinu (1911), en á
Akureyri og í Höfðahverfishér. 1917—’i8, gekk hún lika um hávetur-
inn. Ekki var þá mýflugunum til að dreyfa.
Mér þykir því líklegt, að þessi tilgáta um febr. pappatoci sé röng, og
sjúkdómurinn því óráðin gáta. Aftur geri eg ráð fyrir, að þeim norðan-
læknum þyki gott að fá nokkra sönnun fyrir því, að athuganir þeirra
koma vel heim við annara, og hvetur ]>etta til þess, að veita þessum fá-
tíða sjúkdómi eftirtekt, háttalagi hans, smitunarhætti, undirbúningstíma
o. s. frv., því líklega er hér um óþektan hlut að ræða. Væri gaman að
])ví, að geta frætt eitthvað frekar um hann. (Th. Thjötta og H. A. Salve-
sen: En epidemi af Bamlesyke. Nord. hyg. tidskr. 1923). G. H.
Varnarlyf við morbi venerei. A. Gaducheau telur þetta smyrsl óyggj-
andi til þess að verja karlmenn fyrir mb. vener.: