Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1926, Síða 9

Læknablaðið - 01.02.1926, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ böggul i kviönum, sem, virtist vera ótvíræður sullur og var sénnilegast að hann væri. vaxinn bak við garnir i me.senterlo eða m e s o c o 1 o. Böggull þessi var eitil-: liarður, og að eg hélt, kalkaður, Eg taldi prognosis sennilega mjög dubia ef ætti að flá belginn burtu. Og þar eð líðan sjúklitig'sins var góð og hann vinnufær, og þar sem hann fann mig lítt fýsandi aðgerðar, fór hann heim aftur og eg hefi ekki, spurt til hans síðan. Ef til vill getur einhver kollega sagt hans sögu lengri, eii eg hefi ekki bókfært á hvaða bæ hann átti heima, né hvað hann hét. Tvo lungnasullasjúklinga hefi eg haft til meðferðar, án þe&s eg fengi ástæðu til bandlæknis-aðgerðar. Sá fyrri var maður um fimtugt í Reykjavík. Eg var sóttur til hans 1905, upp á Laugaveg. Hann lá þá í andarslitrum eftir ákafan blóðhósta með sulluppgangi. Flóðí gólfið alt í blóði og sullungum og maðurinn andaðist með dauða- hryglu eftir nokkrar mínútur. Seinni lungnasjúklingurínn dvaldi á Akureyrarsjúkrahúsi 1909, i 3 mánuði. Hann hafði nokkrun* sinnum fengið i köstum lítilsháttar blóðspýting, og þetta endurtók sig með nokkru millibili meðan harin 'dvaldi á sjúkrahúsinu. Enga deyfu var aði finna, en fíri slímhljóð heyrðust undi'r heridi v. megin — og þar fanst sjúkl. sem eitthvað kvikt iðaði inni s t ö k u-.s i n n u'm. Hann fékk mæðis- og magn- leysisköst og var mjög slappur í taugum, en alt af hitalaus. Eg tal.di sennilegast, að um sull væri að ræða, og notaði fyrst um sinn innöndun ýmsra lyfja, sedativa við hósta o. fl. Eftir undangengna smástingi fyrir brjósti og hóstakitlanda í nokkra daga, fékk sjúklingurinn afarmikinn blóðspýting og nú hóstaði hann upp, í nokkr- um rykkjum, tveim stórum, sundurrifnum, þykkum sullhúsum, en engum sullungum., Mig furðaði mjög að þvílík ferliki, sem þesisi sullhús voru, skyldu komast upp um' rima glottidis, enda virtist mér litlu muna að maðurinn kafnaði. Hann var ináttfarinn í nokkra daga en náði sér síðan vel og fékk góða heilsu, þar til hann veiktist úr lungnabólgu að nokkrum árum liðnum. Læknir var ekki sóttur og veit eg ckki í hvo.ru lunganu bólgan var. Sjúklingurinn átti heima á Skuggabjörgum i Höfða- hverfishéraði.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.