Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1926, Side 20

Læknablaðið - 01.02.1926, Side 20
1+ LÆKNABLAÐIÐ Skurð-aðferðimar og þeir sem dóu. Við sullsjúklinga mína 'hefi. eg notað fjórar venjulegústu aðferðirnar. Incisio . .. . 6 sinnum 2 dóu Echinococcotomia ad. mod. Volkm. . .. .19 — 3 — Do. ad. mod.i Lindem:- Landau . 14 — 4 — Exstirpatio Exstirpatio . 4 — 2 ogf incisio ) , . 1 — 0 44 aðg. 11 dóu Það er enginn vafi á því, að langæskilegasta aðferðin er exstir- p a t i o, þar sem henni vérður við komið. En því miður er !)að sjald- gæft við algengustu sullina, sem eru lifrarsullirnir. Þó próf. Rovsing telji þá aðferð (sjá hans „Underlivskirurgi") þá einu réttu og þá sem smámsaman muni ryðja s!ér rúms, jafnvel við lifrarsulli, þá mun eng- inn leggja trúnað á það, sem nokkuð hefir fengist við stóra lifrarsulli. Þó takast megi að flá burtu alt að hnefastóra sulli, sem gamlir eru og. kalkaðir, þá er öðru máli að gegna um mannshöfuðsstóra sulli eða stærri, sem umkringdir eru að mestu leyti af lifrarvef. í það eina skifti, sem eg hætti mér út í aðv flá gamlan sull úr lifur (sjúklingur nr. io), þá' komst eg í hann krappan óg hét því, að hugsa mig tvisvar um áður en eg reyndi slikt aftur. Blæðingu úr lifrarvef er ætíð ilt að stöðva og ætíð mjórra muna vant, að maður kunni að rífa sundur stórar æðar, svo aö blóðrásin verði óhemjuleg. Eg notaði í það skifti Miculicz tróðpoka og gafst vel. Þó ekki sé um lifrarvef að ræða, geta einnig gamlir sullir í öðrum liffærum reynst mjög erfiðir viðfangs og hættúlegt að taka þá burtu. Fyrir því fékk eg sönnur í tveim tilfellum (sjúklingur nr. 31 og 33), þar sem báðir sjúklingarnir dóu. Hið fyrra var maður á sjötugs aldri, sem hafði gamlan sull, kalkaðan, á stærð við stóran hnefa, i mesocolon transversu m. Netja og garnir voru fastvaxnar við meinið; það var ómögulegt að flá belginn burtu néma á pörtum, og þurfti því að undirbinda margar æðar og losa burt með skærum, en síð- an sauma saman sárið i mesocolon. Sjúklingurihn fékk ileus paralyticus á eftir, en svo hægfara, að eg gat ekki ákvarðað mig að gera skurð á ný, og sjúklingurinn dó. í þessu tilfelli hefði ef til vill mátt gera enucleatio a d. m o d. Thornton Bobrow. Og veit eg það nú, sem eg vjissi ekki þá, að það er ólíkt hættuminna; en hvorttveggja var, að eg liugleiddi enga aðra aðferð gerlega, nema ex- stirpatio og hins vegar er.eg hræddur um, aö belgnám hefði verið mjög erfitt vegna þess hve sullurinn var kalkaður og innihaldið alt grotnað. Réttast hefði sjálfsagt verið að gera að auki allstóra resectio coli, jafnframt e x s t i r p a t i 0 sullsms. Hvað hinu síöara tilfelli viðvíkur, reyndist exstirpatio mjög erfið. Það var kona, 37 ára, með tvo samvaxna sulli, sem hvor var hnefastór, og sátu báðir fastkýldir í grindarholinu. Var afarerfitt að ná þeim burtu, blæddi mikið og þurfti að binda margar æðar; en hins vegar erfitt að ntta sig, til að komast hjá því að skadda líffæri í grindarholinu. Sjúk- lingurinn fékk pylephíebitis suppurativa og dó, eftir áköf hita- og kölduköst á víxlj Eg hygg að þessir sullir hafi verið komnir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.