Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1926, Síða 21

Læknablaðið - 01.02.1926, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 15 ofan úr lifur. Á það benti sjúkrasagan, aö þeir hef'öu sigiö ofan úr lifr- inni smátt og smátt, þar til þeir staönæmdust í fossa Douglasi. Aö æöasamband hafi haldist milli þeirra og lifrarinnar ræö eg af þessu, aö burtnám þeirra olli p y 1 e p h 1 e b i t i s. Kónan haföi í rnarga mán- uði á undan haft hitaköst, sem bentu á aö sullurinn væri smitaður. Ef til vill heföi þessari konu verið borgið meö einfaldri i n c i s i o og m a r- supialisatio gegnum v a g i n a. En hvorttveggja var, að mér sýnd- ist sullurinn svo hreyfanlegur, aö vel væri liægt aö flá hann burtu, og svo hitt, að eg taldi mikiö unniö fyrir konuna aö losna viö sullinn í einni !otu, án langvinnrar útferöar á eftir. í eitt skifti (sjúklingur nr. 39) fékk eg tækifæri til aö nota tvær aö- ferðir i sömu atrennunni, nefnil. bæöi i n c i s i o og e x's t i r p a t i o. Þaö var 47 ára gömul kona, sem haföi 5 sulli i kviöarholinu. Sá stærsti var barnshöfuöstór og fastkýldur niöur í grindarholiö, líkt og á sjúk- lingnum hér á undan. 4 minni sullina, sem voru áfastir viö netju, garnir og hengið gat eg skoriö burtu. En neðsti, stærsti sullurinn var of fast- gróinn til þess að unt væri aö flá hann burtu. Áöur en eg lokaði kviðar- holinu, geröi eg skurö gegnum lacunar posticum vaglinæ, og lét aðstoðarlæknirinn fara meö hendi gegnum kviöristusárið, grípa ut- an uni sullbelginn og kreista alt innihaldiö út. Gekk þetta mjög greitt og datt mér þá í hug, aö ef til vill væri tilvinnandi viö marga lifrar- sulli, annaöhvort aö gera einn skurö svo stóran, aö hendin kæmist inn til aö þrýsta á sullinn, eöa jafnvel gera aukaskurð einungis í þeim til- gangi. Því þaö er ekkert vafamál, aö allir sullskurðir heppnast því ljet- ur, sem fyr er unt að tæma þá til fulls. Fyrir þá fræðslu er eg einna mest þakklátur p r ó f. G. M. af öllu því marga, sem við annars eigum hon- um aö þakka í meðferö sullaveikinnar. Tvo sjúklinga misti eg (nr. 8 og nr. 38) sem eg gerði á einfalda i n c i s i o. Sullirnir voru vel grónir viö magál og vandinn enginn. En !>áöir höföu blóöeitrunareinkenni og margfalt fleiri sulli meö ígerö, en þá sem opnaðir voru; var því ekki von á neinum bata. Lengi framan af geröi eg mér aö reglu aö nota Volkmanns aöferö, af því eg hugði hana vera meinlausari. Ég er nú fyrir nokkru alveg fa.ll- inn frá þeirri skoöun, liæði fyrir eigin reynslu og reynslu próf. G. M. og M. E. læknis. Það er áreiðanlega ákjósanlegast að opna sulli í einni atrennu, ef ekki verður komið exstirpatio viö. En þaö er hægra sagt en gert, aö tæma stóra sulli í einu vetfangi, því aö engar tengur eða ausur þekki eg svo haganlegar, aö þær geti gripið og náð fram stórum sullungum og sullmóður. Síst þegar ekki er unt aö gera nema lítið op á sullinn eins og viö t r a n s p 1 e u r a 1 skurði. En þaö er þó einmitt s u b p h re n i s k u sullina, sem ekki síst ríöur á aö geta tæmt sem fyrst. Þó magadæla Mayos hjálpi mikið til aö ná út öllum vökva, þá er þaö ekkert aöalatriði. Vökvanum má einnig ná meö víðum kera. Hitt er aðalatriðið, að ná í sullungagrautinn. Og nái maöur ekki í allan grautinn eöa gröftinn, þá ríður ætíð á aö hafa nógu víða kera eöa slöngu, sem leidd er gegnum umbúðirnar niöur í flösku. Einn sjúkling (nr. 32) misti eg við Volkmanns-aðferð áöur en eg fengi opnað sullinn. Þaö var þó, aö eg hélt, ósmitaður sullur, en sjúkl. hafði eggjahvítu i þvagi, sem benti á nýrnabólgu og þar aö tiuki yar hann

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.