Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1926, Side 22

Læknablaðið - 01.02.1926, Side 22
i6 LÆICNABLAÐIÐ ]>ungt haldinn af gulu og mæSi. Eg hugöi aö gera honum alt hættuminna meö því aö skifta skurðinum í tvær lotur, en svo reyndist ekki. Honum versnaöi skyndilega nýrnabólgan eftir skurðinn og luigði eg það meðfram vera fyrir það, að sullavökvi heföi sigið ut í c a v u m p e r i t o n e i gegnUm nálarsporið, er eg saumaði lifrina að magálnum. En á anafyl- axi-einkennum bar ekki, enda var sjúklingurinn svæfður. Dreg eg þetta af því, að allmikill hiti kom strax eftir skurðinn, eins og vant er að vera þegar sullvökvi kemst inn í kviðarholið. Sjúklingurinn fékk algeröa a n u r i og dó með u r æ m i -einkennum. Eftir á ásakaði eg mig fyrir að hafa ekki opnað sullinn strax eftir Lindem. Landaus aðferð. En ekk- ert skal eg fullyrða um, hvort það hefði getað lijargað lífi mannsins. Sjúklingarnir nr. 15, 34 og 38, voru svo illa haldnir af gallgangabólgu með gulu, að það vakti mér lítilla vonbrigða, þó þeir dæu. Því það mun vera áreiðanlegt, að lítið liætir úr skák, þó opnað sé fyrir sullígerð, þeg- ar bólga er orðin langvinn og útbreidd í gallgöngum lifrarinnar. Sjúklingur nr. 5 dó úr óstöðvandi uppsölu eftir svæfinguna og L. Landaus skurð. Við krufningu kom í ljós, að hún hafði marga fleiri sulli heldur en þann, sem opnaður var, og meðal þeirra einn miklu stærri. Annars var mér ekki tausa m o r t i s ljós. Ileus-einkenni önnur fann eg ekki. En hún hafði verið sullaveik þegar 26 árum á undan; þá lækn- uð með brunaaðferð, en ætíð heilsuveil síðan og þungt haldin er hún kom. Þrír af sjúklingUnum dóu úr lungnabólgu (nr. 1, 3 og nr. 36). I einu þessara tilfella fanst mér skurðurinn eiga sök á úrslitunum. Frestun skurðsins heföi ekki bætt úr skák og vafasamt mjög að svæðisdeyfing hefði verið heppilegri. Saga fyrsta sjúklingsins var harla eftirtektar- verð. Eg hafði gert á henni sullskurð 8 árum áður, með góðum árangri, en nú var vaxinn fram nýr sullur, skamt frá því sem sá fyrri hafði veriö. En nú hafði hún að auki drep í öðru lunganu, sem hún sagði stafa frá korktappabroti, er hrokkið hafði ofan í hana nokkrum vikum á undan. Vegna sullsins átti hún örðugt með hóstann og vænti maður því að geta bætt lungnasjúkdóm hennar með sullskurðinum, þannig að hún ætti hægra með á eftir að hósta upp útferö frá lungunum, og þá lika ef til vill þessu korktappabroti. En lungnadrepið ágerðist þrátt fyrir tæmingu sullsins og dró smámsaman af henni meira og meira. Daginn áður en hún dó hóstaðist upp úr henni þetta korktappabrot, sem var á stærð við kaffibaun. Eg hefi þá talið fram alla þá er dóu, og gert grein fyrir dánarorsök- um þeirra, eftir því sem þekking min var. Eg spyr oft sjálfan mig hvort eg ekki nú. með þeirri æfingu og meiri þekkingu, er eg hefi aflað mér með aldrinum, hefði getað forðað sumum sjúklingunum frá dauða. Mér er örðugt um svar. Sjúklingarnir þrír, sem dóu úr lungnabólgu, hefðu máske fremur sloppið við þá c o m p 1 i c a t i o, hefði eg notað svæðis- deyfingu, eins og eg nú er vanur að nota. En liver veit? Um hina sjúk- lingana skal eg fátt segja; þeir höfðu flestir meira eða minna i n f i c e r- a ð a sulli eða aðra meinbugi, sem erfitt var að sjá fyrir og gera að. Það eitt veit eg, að nú er eg orðinn óragari en áður að gera skurðina nægilega stóra til að komast eftir legu og ásigkomulagi sulla, og mér er orðið dagljóst (það, sem áður er vikið að), að áríöandi er að tæma sulli sem allra fyrst og ítarlegast að hægt er. Og loks veit eg það, að aseptik er nú orðin ólíkt ftdlkomnari við Akureyrarsjúkrahús heídur

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.