Læknablaðið - 01.02.1926, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ
17
en var framan af, meöan þekking mín og æfing var minni, ólæröar hjúkr-
unarstúlkur, óvaröar hendur o. fl. Skal eg við seinni tækifæri færa nán-
ar rök að þessu.
Hættan við sullskurði.
Það þarf ekki langa reynslu við sullaveiki til að sannfærast um hví-
líkur feiknamunur er á hættu þeirri, sem sullunum er samfara. Það á
ekki saman nema nafnið að fást við hreinan, ósmitaðan sull og smit-
aðan. Það þarf hreinasta óhapp til að missa sjúkling eftir skurð með
ósmitaðan sull. Það kom t. d. fyrir mig í þrjú skifti, og þá var það í eitt
skifti að kenna þeirri complicatio, að maðurinn hafði að auki siæma
nýrnabólgu. í annað skifti varð lungnabólga manni að bana, sem hafði
ósmitaðan sull og í þriðja skiftið lungnadrep.
Þá er ennfremur feiknamunur á hættunni við sullskurði eins og alla aðra
skurði, eftir því hvort á í hlut ungur eða gamall, sótthitalaus eða með
sótthita, og svo lega sullsins, hve lengi hann hefir hreiðrað um sig og
breytt umhverfinu eða er tiltölulega nýkominn o. s. frv. Þá er þess að
geta um lifrarsulli, að erfitt getur verið við þá að fást, ef þykt lifrar-
lag liggur yfir þeim, sem fara þarf í gegnum. Eg hefi, í slíkum tilfell-
um, aldrei notað f e r r u m c a n d e n s, heldur svipaða aðferð og Gunn-
laugur kollega Þorsteinsson, og gefist hún vel (sjá grein hans í Lbl.
1923, ág.—okt.). En margt fleira mætti telja. Og víst er um það, að
jjegar borinn er saman lækningaárangur margra skurðlækna í sama sjúk-
dómi, þá getur, þegar um fáa sjúklinga er að ræða, einn læknirinn haft
tiltölulega marga þungt haldna sjúklinga, þar sem annar hefir fáa. í
því saml)andi skal eg minnast á tæra sulli og ungaða sulli.
Eg hefi sannfærst um að hin eftirtektarverða athugun p r ó f. G. M.,
að sullungar myndist fyrst þegar sullmóðirin er farin að veikjast, muni
vera rétt. En hvers vegna ungaðir sullir eru langtum tíðari hér á landi
en erlendis (sbr. Devé), get eg ekki sagt með vissu fremur en próf. G. M.
Eg er honum samdóma um, að íslenskir alþýðumenn muni yfirleitt vera
harðgerðari én þeir útlendingar sem eg hefi kynnst, en þó vegur hin
ástæðan nteira (fyrir drætti manna á því að láta skera sig), að til skamms
tima var hérlendis svo litið um skurðlækna til sullskurða, er menn báru
fult traust til. En það er kunnugt, að í útlöndum hefir k i r u r g i a 11
um lengra skeið staðið í blóma heldur en hér, og læknar þar á hverju
strái. til að athuga sjúklinga og visa þeim til sjúkrahúsa. Þó hugkvæmdist
mér ein tilgáta enn, til að skýra hvers vegna íslenskir sullir séu jafnað-
arlega ungaðir, en útlendir ekki. Það þarf ekki að vera neitt mönnun-
um að kenna, h e 1 d u r s j á 1 f u s u 11 d ý r i n u. Okkar íslenska sullaj
kyn er komið langt fram úr útlendum í að hlíta boðinu „frjóvgist og
margfaldist“, og það fyrir einhver sérstök hreinræktunarskilyrði „norö-
ur við heimskaut“ í baðstofuhlýindum o. s. frv. Býður nokkur betur?
Við mína sullskurði, sem hér að framan eru skráðir, reyndust sullirnir
ætíð ungaðir, nema í tvö skifti. Eg þykist geta fullyrt um flesta sjúk-
lingana, sem langt voru leiddir, að þeir mundu fyrstu árin mín hafa komið
fyr, ef jreir hefðu borið sama traust til mín og t. d. fyrirrennara míns
eða p r ó f. G. M. Því, eins og eg áður gat um, fann eg jrað framan af,
að hvorki læknar né sjúklingar treystu mér til sullskurða eins og þess-