Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1926, Qupperneq 24

Læknablaðið - 01.02.1926, Qupperneq 24
i8 LÆKNABLAÐIÐ um ágætu kollegum, enda var þaö lítil furöa. Sem broslegt dæmi, þessu íil stuönings, minnist eg þess um sullaveika stiilku úr Vopnafjaröar- héra'öi. Þaö var 3ja árið mitt hér á Akureyri, aö eg írétti það um hana, að hún fór suður til Reykjavíkur til sullskurðar, og fór fram hjá mér af því, að hún hafði heyrt að eg væri enginn sullasérfræðingur, heldur fengist a ð e i n s v i ð 1) o t n 1 a n g a. Á seinni árum hefir hins vegar ekki, svo eg viti, l)ólað á slíku vantrausti. En nú er lika sú breyting á orðin, að sullasjúklingum hefir alstaðar stórum fækkað, svo þess vegna er uppskeran að verða minni og minni. (Sem betur fer fyrir sjúkling- ana og landið í heild sinni, en máske öllu lakara fyrir ungu læknana, sem fyrir það missa ágæta kirurgiska æfingu). Greining sjúkdómsins. lYfirleitt hefir mér reynst auðvelt að greina sullaveiki. Það er algengt, að sjúklingurinn sjálfur segi hvað að sér gangi, og finst þá við nánari athugun öll likindi mæla með, að hann hafi rétt fyrir sér, en þó ekki vissa, fyr en ástunga hefir sýnt sullvökva eða að sullungar hafi borist upp eða niður af sjúklingnum. En vel má vera, að s e r o 1 o g i s k diagnosis reynist með tímanum alveg ál)yggileg. í Röntgengrein- ingu hefi eg enga reynslu, og trú mín á henni er takmörkuð. Hitt hefir þó koniið fyrir mig eins og aðra, að vera í mesta vafa um sjúkdóm- inn, svo að fyrst hefir alt orðið ljóst við autopsia in viv.o. Eg hefi stundum átt allerfitt með að átta mig á hvar í lifrinni sull- irnir sætu. Fyrstu árin mín notaði eg ætíð það handhæga ráð, að gera prófstungu, ef til vill á fleiri stööum inn i lifrina. En á seinni árum hefi eg, samkvæmt viðvörun G u ð m. M a g n ú ssonar, hætt ástung- um, nema í sérstökum vandræðum, og þá ekki tekið nálina út fyr en kviðarholið var opnað, til þess að tæma sullinn um leið. Eg tók það upp eftir fyrirrennara mínum (próf. G. H.) að nota á s t u n g u nokkuð diarflega. Eg hafði ekki séð það koma að neinu klandri við lifrarsulli. En í eitt skifti reyndist það ískvggilega varasamt við lungnasull. Þá fékk sjúklingurinn anafylaktiskt kast (helblánaði snögglega, íroðufeldi og átti mjög erfitt með andardrátt) ; jafnaði hann sig þó eftir nokkra stund. Alveg samskonar kom fyrir mig við sull í brjóstholi, sem eg hafði til meðferðar (sjá nr. 4). Að öðru leyti sá eg aldrei neitt tjón af ástungum, þar sem eg líka gerði mér vanalega að reglu að gera skurðinn rétt eftir að ástungan var gerð. Ekki hefi eg heldur séð þær afleiðingar af ástungu, að útsæði yrði í kviðarholið, svo að nýir sullir mynduðust. Hefi eg þó getað fylgt um margra ára skeið mörgum sjúklingum, sem próf. G. H. hafði gert ástungu á, að auki við þá sem eg sjálfur notaði aðferðina við. Ennfremur verð eg að segja, að bæði meðan eg aðstoðaöi próf. G. H. og einnig fyrstu ár- in, sem eg fékkst viö sullskurði, kom það nokkrum sinnum fyrir, að kvið- arholið var ekki nógu ítarlega varið gegn innrensli af sullvökva, þegar sullurinn var opnaður. Heldur ekki í þeim tilfellum hefir komið fram nein útsáning, sem yrði að tjóni. Að þessu athuguðu sýnist mér ekki algerlega ástæða til að leggja niöur ástunguna viö sjúkdómsgreiningu, ef hún er gerð með varúð, þann- ig að nálin sé látin sitja meðan skurðurinn fer.fram, eins og fyr er sagt;

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.