Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1926, Page 25

Læknablaðið - 01.02.1926, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ i9 þá hygg eg ekki neitt vera a8 óttast. Heilbrigt p e r i t o n e ti m virö- ist vera gætt öílugum varnarráöum til aö drepa sullaútsæði, nema mik- il brögö verði að. Hvað eftir annað hefi eg séö, við lifrarsulli, mikla bungu að framan- verðu, sem að fyrra bragði sýndist ótvírætt stafa af sjálfum sullinum, en við nánari aðgæzlu stafaði bungan af sjálfri lifrinni, sem bæði var aflöguð og úr lagi færö af sullinum, er sat bak við. í einu slíku tilfelli (nr. 12) þóttist eg svo viss, að eg skar strax inn aö framan, án nokk- urar ástungu; en þegar inn kom sannfærðist eg um að sullurinn sat iangt aftan til, lokaði því aftur og gerði seinna skurö þar inn. Hefði eg verið æfðari, hefði eg að vísu gert aftari skurðinn i sama skiftið; en eg var seinn, og taldi sjúklingnum hættuminna að beðið væri með síð- ari skurðinn, og svæfingin ekki höfð lengri. Gekk það líka vel. í ann- að skifti (nr. 9) kom líkt fyrir. Það var maður með ákafri gulu og mikilli bungu undir hægra rifjahylki. Eg taldi sullinn vísan þar. Skar strax inri. En þar sást enginn sullur, heldur mjög stækkuð lifur og feikna útþanin gallblaðra. Hugði eg gallstífluna stafa af steini í duct. chole- dochus, sem þó var ekki áþreifanlegur. Eg gerði cholecystostomia, til að létta af gulunni. Sjúklingnum hægðist mjög á eftir og gulan hvarf. Lifr- in vildi þó ekki minka að nokkrum mun. Eg gerði svo ástungu að aft- an og fann þar sullinn. Gallblöðrufistillinn var um það leyti lokaður af sjálfsdáðum. í fáein skifi hefir það komið fyrir, að eg hefi skorið inn að lifur* í þeirri meiningu að um sullaveiki væri að ræða, en reyndist ekki vera, og skal eg sérstaklega minnast tveggja sjúklinga. Annar var ung kona. Lifrardevfan gekk góða handarbreidd niður fyrir rifjahylkið að framan- verðu, en að aftanveröu var deyfa upp í miðja reg. scapularis. Saga sjúklingsins gaf mér svo sterkar likur fyrir sulli, að eg þóttist ekki vera í vafa. Eg miðhlutaði tíunda rif og ætlaði að sauma pleurablöðin saman. Þetta revndist þá vera pleuritis með vökvasaíni, og hafði vökvinn (sem þó var ekki sérlega mikill — ekki nema rúmur líter) á óvenju- iegan hátt þrengt þindinni niður á við og um leið ýtt lifrinni niður. I öðru tilfelli þóttist eg alveg viss um sull. Hægri síðan hafði smám- saman gengið út. Lifrardeyfan hafði færst mjög niður að framan, og deyfan að aftan náði hátt upp í reg. scapularis og resp. óheyranleg. Þar að auki hafði sjúklingurinn gulu og var hálf-kakektiskur, eins og menn verða, með stóra sulli. Eg miðhlutaði tvö rif að aftan, og ætlaði að sjá fyrir góðri útrás. En þegar kom inn í p I e u r a -hólfið, reyndist það afarútþanið og fult af hlaupkendu mauki og hálf límkendu, og mátti moka þessu út með fingrum og verkfærum. Eg hefi aldrei, fyr né síðar, séð svipað fyrirbrigði, en eftir því sem eg komst næst, við að lesa i bókum, og seinna í viðtali við próf. G. M., tel eg liklegt, að þetta muni hafa verið m y x o s a r k o m a, enda hagaði það sér úr þessu sem malign tumor; það tók sig upp aftur, og ennfreniur mikil a s c i t e s og hydroperijcardiu m, sem cfró til dauða. Útsáning sulla um líkamann. Það er alkunnugt, að langflestir sullir mannsins koma fyrir í lifrinni. Svo sem kunnugt er, er skýringin á þessu sú, að sull-lirfan eti sig inn

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.