Læknablaðið - 01.02.1926, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ
21
sérstaklega haft til meöfer'ðar, sem komið hafa aftur löngu eftir skur'ð,
til aS fá grædd þessi pípusár. ÆtíS fanst kalkmyndun inni fyrir, sem
virtist tefja fyrir græöslu.
Einn af þessum sjúklingum stríddi eg við i margar vikur, og tókst
mér ekki aS græSa sáriS (excochleatio, hreinsun meS p e r h y d-
rol. lapis, j o S s p r i 11 i, Dakins v ö k v a, tróSi o. f 1.). Sendi
eg sjúklinginn heim. — (M. E. læknir hafSi gert sullskurSinn á henni
nokkrum árum áSur, og hefir hún máske leitaS hans eftir þetta; ef hún
hefir ekki gróiS hjálparlaust seinna, eins og stundum vill verSa, sem
betur fer).
Hinir sjúkl. græddust. En um einn sjúkling er þaS aS segja, aS seinna
hefir korniS fyrir, aS fistillinn hefir opnast tvívegis, meS löngu milli-
hili, en gróiS fljótt, viS lítilsháttar aSgerSir nokkrum sinnum. (Þetta er
sjúkl. nr. 27 á skránni). Kynlegt hefir mér þótt þaS viS þenra sjúk-
ling, aS þó sáriS grói þannig utan, fer fjarri því aS fistilgangurinn sé
saman gróinn, heldur kernst kerinn alla leiS eins og áSur, ca. 20 ctm.
upp i lifur, eSa nærri upp aS þind. MaSurinn er eigi a'S síSur vel frískur
og íullvinnandi.
Reynsla mín er sú, aS ógerningur sé aS ná öllu kalki burt út úr þess-
um göngum og holrtúmum inn í lifrinni. ÞaS er venjulega í mörgum
þunnum flögum, inngróiS í holdvefinn, og næst mjög erfiSlega, enda
óíýsilegt aS grafast mikiS eftir því inn í blóöríkri lifrinni, og alt í blindni.
Ef kalkiS hreinsast aS bakteríugróSri, kemur þaS aS engri sök framar,
eins og próf. G. M. hefir tekiS eftir. En vandinn er aS geta hreinsaS
þessi þröngu göng og afkima út úr þeim.
Nokkrar sullaendurminningar.
Mér er fyrir barnsminni, hve sullaveikin var tiS í Rangárvallasýslu
í ungdæmi mínu. BæSi sá eg sjálfur marga sullaveika (t. d. á heimili
mínu þrjá nieSal vinnufólksins) og þar aS auki heyrSi eg mikiS um veik-
ina talaS á ýmsum bæjum þar i sveit. FaSir minn og Bogi heitinn
P é t u r s s o n læknir, voru miklir vinir og hittust oft, og heyrSi eg
þá margsinnis B o g a segja frá sjúklingum, er hann þá hafSi til meS-
ferSar. Hann hafSi tekiS upp ástunguaSferSina eftir Jónassen, og man
eg hvaS mér og öSrum fanst mikiS' til um þau feikn af sullvökva, sem
hann hafSi tappaS af hinum og þessum körlum og kerlingum. Og eg
man þegar eg kom aö Kirkjubæ, hvaS mér var starsýnt á ýms verk-
færi B o g a, er lágu þar á borSi, þar á meSal ástungunálar af ýrnsri
stærS, og var alurinn stunginn í korktappa, til aS rySga ekki. Svo sem
kunnugt er, var árangurinn af ástunguaSferSinni harla sorglegur (Jón-
assen segir t. d. dánartölu sína 63%). Og vel man eg eftir, þegar B o g i
gerSi ástungu á Þuru gömlu, sem var vinnukona hjá okkur. Þótti mér
sú athöfn afartilkomumikil. Slæm var Þura á undan, en mikiS versnaSi
henni á eftir, uns dauSinn líknaSi henni nokkru síSar.
Eg man lika glögt frá þessum tímum, hve afar skeytingarlausir menn
voru gagnvart hundum og kindasullum, enda vissu menn ekki þá hvaS
þeir gerSu. Hundarnir sváfu uppi i rúmum sumra vinnumannanna, og
þaS var algengt, aS þeir létu hundana sleikja askana sína, blésu síSan