Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1926, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.02.1926, Blaðsíða 28
22 LÆKNABLAÐIÐ í þá á eftir (líklega af einhverju sóttvarnar-„instinkti“), létu síSan ask ana upp á hillu og tóku ekki í mál a'ö láta kvenfólkiö þvo þá. Þá vaiJ Uka mesta hundamergö á hverjum liæ, t. d. í Odda voru sjaldan færri en 5 hundar á heimilinu (voru þaö alt saman bestu leikbræður mtnir, og oft hefi eg furðað mig á, aö eg hefi ekki enn orðið sullaveikur). Þó aö hundamergðin væri mikil, náði hún þó ekki þvi hámarki, sem sjá má í letur færöa i útlendum ritum um ísland, t. d. minnist eg þess, að hafa lesið í ritgerð eftir danskan dýralækni, B e n d z, að hundar væru svo margir á Islandi, að n kæmu á mann, þ. e. nálægt miljón hundar á öllu landinu. En satt var það, að' hundarnir voru margir og vailúð þektist ekki, en sóðaskapur víða með afbrigðum. Og það man eg, hve mér krakk- •inum var oft starsýnt á þau firn af löngum sullakeðjum, sem eg oft sá í hundasaur, hæði í Odda og annarsstaðar, og ætla má, að oft hafi sú smávaxna tænia echinococcus verið þar innan um. Okkur, sem nú lifum og erum betur upplýstir um þessi efni, furðar í rauninni á, að sullaveikin skuli ekki hafa oröiö langt um útbreiddari en hún varð, einkum þegar þess er gætt, að veikina má rekja fram í fornöld; og ekki hefir þekkingin og þrifnaðurinn verið betri í gamla daga, heldur eÞtil vill langt um lélegri á tímabilum. En þetta sýnir, að líkami heilbrigðs manns hlýtur að vera gæddur sterkum vörnum gegn því að hatidorniseggin nái að ungast út, og er þá sennilegast, að maga- sýran sé öflugasta varnarlyfið, sem við eigum. Mjög æskilegt, að ungir islenskir visindamenn fengju tækifæri til að rannsaka ítarlega alt hátta- iag sullbandormsins, því nhkið vantar á að öll saga hans sé okkur enn jiá ljós. En sjálfsagt treinist veikin enn svo lengi hér á landi, að nóg verkefni gefist til jiessa fyrst um sinn. Hve nær losnum vér við sullaveikina ? Þessari spurningu svara eg jiannig: Þegar öllum hunda- og fjáreig- endum er orðið ljóst, að á öllu ríður að hundarnir komist ekki þar að sem slátrun fer fram og eftirlit verður haft nógu nákvæmt með að þessa sé gætt og öllum sullum brent. Til jiess þarf stöðuga fræðslu og ámirin- ingu frá okkur læknum, og endurbætta löggjöf, og hekl eg væri óhætt áð sleppa allri hundahreinsun. — Leiðrétting. Skúli Guðjónsson læknir benti mér á prentvillu i grein minni um sullaveiki, í júní—júlíblaði Lbl. f. á. Þar stendur, að ■tæníuegg séu 0.0036—0.0038 nnn. að stærð, í stað 0.036—0.038 mm. Þessu hafði cg ekki veitt eftirtekt. Matth. Einarsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.