Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1926, Qupperneq 31

Læknablaðið - 01.02.1926, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 1920: Tröndelagens anthropologi. 164 bls. Anthropologia nidarosi- ensis. 137 bls. 1921 : Selbu og Tydalen. En antropolog. undersögelse. 123 bls. Möre- íylkes anthropologi. 149 bls. 1922: Tromsfylkes anthropologi. 176 bls. 1925: Anthropol. norvegica. I. Det östlige Norges anthropologi. Men- neskeracerne og deres udviklingshistorie. Auk allra þessara rita hefir hann á sama tíma skrifaö ýmsar smærri ritgeröir og haft þar á ofan ýms önnur störf á hendi. Nú er þess að gæta, aö öllum mannfræSirannsóknum fylgja miklir og margbrotnir útreikningar, svo þaS er minstur hluti verksins, aS skrifa hverja bók og lesa prófarkir. Reikninga alla hefir Bryn gert sjálfur, nema hvaS hann hefir haft aSstoSarmenn viS síSustu bækurnar. Hann hefir því auSsjáanlega unniS margra meSalmanna verk. Eg skal hér aSeins fara nokkrum orSum um tvær síSustu bækurnar. Er full ástæSa til þess, aS íslenskir læknar hafi nokkra hugmynd um mannfræSi, ekki síst Noregs, því þaSan erum vér sjálfir runnir. Menneskera.cerne er ritaS fyrir alþýSu, og kom út í bókasafni því, sem norska StúdentafélagiS gefur út. Þó er hér farið yfir svo mikið og margbrotiS efni, aS bókin er ekki allskostar létt aflestrar fyrir þá, sem ekkert hafa lesiS í mannfræSi. VerSiS er einar 4 krónur norskar. ÞaS hygg eg, aS sé undirstaSa bókar þessarar, aS Bryn hefir fundiS víSast hvar mikinn mun á öllu gerfi manna í norsku bygSarlögimum og sumstaSar ótrúlega mikinn í sveitum, sem liggja hvor hjá annari. Skógar, firSir og fjallgarðar hafa greint fólkiS sundur, svo þaS er eins og sérstök þjóS búi í hverju bygSarlagi, þegar vel er gáS aS. Svo mikiS hefir þá einangrunin gert aS þar i landi. ÞáS lá þvi nærri, aS hugsa sér, aS allir kynflokkar mannkynsins, norræna kyniS, svertingjar, indíánar o. s. frv. hefSu myndast á sama hátt, viS langa einangrun ein- hvern tima í fyrndinni. Þó er sjaldnast um slíkt aS tala á þeim tíma, sem sögur fara af, og leitar því Br)'n lengra. Hefir hann rannsakað forn- landafræSi og sköpunarsögu jarSarinnar, eftir þvi sem jarSfræSingar segja hana. Hefir yfirborS jarSarinnar, eins og kunnugt er, tekiS marg- vislegum breytingum, fjallgarSar risiS upp, heil lönd sokkiS í sæ og höfin margvíslega breyst. Á þessum liSnu áramiljónum, alt frá Eocán- tíS, finnur Bryn ýmsa einangrunarstaSi, þar sem hann telur aS kyn- flokkarnir hafi alist upp og tekið á sig fast gervi, en allir séu þeir upp- runalega frá MiS-Asíu komnir, og aS þar hafi vagga mannkynsins staSiS. Gerir hann allnákvæma grein fyrir þessum flækingi mannanna og áfanga- stöSum víSsvegar um heiminn, og hversu allir núlifandi kynflokkar hafi orSiS til. Elsta þeirra telur hann dverga þá, sem fundist hafa í MiS-Afriku og víSar. YrSi oflangt mál aS segja nánar frá þessu, enda auSvelt aS eignast bókina. ÞaS liggur í augum uppi, aS slík bók sem þessi byggist á lestri fjölda l)óka, eigi aSeins um mannfræSi, heldur einnig fornfræSi ýmiskonar, og fæfir hún því ekki veriS áhlaupaverk. Höfundurinn fer og sínar sjálf- stæSu leiSir, lítur á margt öSruvísi en aSrir, og notar ýms önnur heiti cn algengt er.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.