Læknablaðið - 01.02.1926, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ
27
I n d e x 'f a c i a 1. morphol. er hærri hjá oss en Upplendinguni, sem
eru þó ærið langleitir, þó undarlegt sé. Eftir því ættum vér aö vera enn
langleitari, og liggur mér viö aö halda aö svo sé þó ekki, hvað sem töl-
unum líöur.
Stutthöfðar eru miklu fleiri i Þrændalögum en á íslandi, en aft-
ur miklu færri austanfjalls.
B 1 á e y gð i r sýnast vera færri austanfjalls en hér, og má það merki-
legt heita. — Ljós'hærðir eru aftur miklu fleiri austanfjalls en hjá
oss, og kemur það ekki óvænt, hversu sem það skal skýra.
Mestur hluti bókarinnar eru ýmsar röksemdafærslur og ályktanir, sem
Bryn dregur af málum sínum. Er þar fjöldi af eftirtektarverðum hlut-
um, enda er hann manna glöggskygnastur á hvar fiskur liggttr undir
steini og dettur margt gott í hug. Meðal annars hefir hann fundið margt
merkilegt í mannfræði Oslóborgar. Þangað streyma menn úr mörgum
héruðum, en e i n k u m þ e i r, s e m e r u a f t i 11 ö 1 u 1 e g a h r e i n u
norrænu k y n i. Yrði það of langt mál að skýra nánar frá þessu.
Bókin er full af ágætum myndum, kortum, línuritum og mannamynd-
um. Hefir þar ekkert verið til sparað.
Að endingu dettur mér sú spurning í hug: Austanfjalls er miklu meira
af norrænu kyni en vestanfjalls, en taka þá austanmennirnir vestanmönn-
unum verulega fram ? Eru þeir duglegri, gáfaöri eða á annan hátt betur
gefnir? Mér leikur grunur á að fólkið vestanfjalls sé ötulla og fram-
kvæmdasamara.
Þess má og geta, að fleiri vinna nú að mannfræði Noregs en Halfdan
Bryn. Próf. Schreiner er einnig fræðimaður í þessari grein, og kona
hans, frú A 1 e 11 e S c h r e i n e r, hefir rannsakað norskar konur.
G. H.
Sértræðingar.
Viðkoma ungra lækna er mikil og eykst að sama skapi samkepnin milli
þeirra. Er svo komið, að embættislausir læknar, sem setjast að í höfuð-
staðnum, þykist illa settir, nenia þeir hafi upp á sérfræðigrein að bjóða.
A siðastliðnu misseri hafa nokkrir nýir læknar tekið að stunda lækningar
i Reykjavík. Hafa þeir tilkynt komu sína í blöðunum; en jafnframt bafa,
vafalítið með vitund þeirra, birst blaðagreinar urn sérfræðiþekking þeirra;
getið um nýtísku lækningatæki og tilfærð nöfn útlendra lækna, er veitt
hafi þeim fræðslu. Æskilegt væri, að slíkum ummælum væri mjög stilt
í hóf.
Læknabl. vill í þessu sambandi benda á reglur jtær um' viðurkenning
sérfræðinga, er samþyktar voru á aðalfundi Læknafél. ísl. í júlí 1923
(sbr. Læknabl. apríl '23 og júlí s. á.). Eru þar settar fram ákveðnar kröf-
ur um nám og þekking lækna, er nefna sig sérfræðinga, og skal lækn-
irinn sanna fyrir stjórn T.f. Isl. og tveim læknum, er hún kýs sér til að-
stoðar, aö kröfunum um sérfræðinámið sé fullnægt, Frv. að samþyktinni
um sérfræðingana kom frá Læknafél. Rvikur, en samþ., að heita má
óbreytt, af Læknafél. íslands. Tilgangur félaganna var að reyna að reisa
skorður við því, að læknar með ónógri þekking teldust sérfræðingar, en