Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1927, Page 17

Læknablaðið - 01.01.1927, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ II bústaS og sjúkraskýli á Hvammstanga. Því miöur entist heilsan eigi eins vel og viljinn, og fór hann brátt aö kenna þess lasleika, sem á end- anum bjó honum bana, og voriS 1923 fór hann til útlanda aS leita sér iækninga, en kom heim áriS eítir engu nær. Settist hann þá aS hér i Rvík, því viS embætti sínu treysti hann sér ekki til aö taka aftur, og fékk aö fullu lausn frá því 1. apríl 1925. Aldrei mátti Ólafur upp frá þessu á heilum sér taka, og var oft stór- þjáSur, þó hann hliföi sér litt; enda fyrir stóru heimili aö sjá. Voriö 1926 var geröur á honum botnlangaskuröur, og batnaöi heilsan aö því er virtist, nokkuö viö þaö, svo aS hann tók aö sér aS gegna lækningum um Mosfellssveit Kjalarnes og Kjós, eftir aö fjárveiting kom til þess á síSasta þingi. En rétt fyrir hátíöir komu ákafar magablæSingar, og á gamlársdag var hann fluttur í sjúkrahús í Landakoti, mjög aSfram kominn. Þrátt íyrir allar tilraunir héldu blæSingarnar áfram, og 8. jan. var gerS á hon- um jejunostomia, til þess aö hann fengi nokka næringu. En eftir opera- tionina fékk hann acut magadilatation, sem reiö honum aS fullu. Tveim- ur dögum fyrir andlátiS var reynd rífleg blóSgjöf (300 gr.), en kom aS engu haldi. Hann andaSist 15. janúar. Viö líkskoöun sást, aö í mag- anum var fjöldi sára (10 eöa meir) dreifS um allan magann. Ólafur heitinn var greindur maSur, vel aS sér, bæöi alment og í sinni fræSigrein, kátur og skemtinn í viSræöum, dálítiö keskinn, en alveg græskulaus. Hann var vel meöalmaSur á hæS, þreklegur og vel limaöur. Iþróttavinur var hann miikill og lagSi nokkra stund á ýmsar íþróttir sjálfur, þó aS síöar bagaöi hann bæSi heilsuleysi og annríki. LítiS lætur hann eftir sig í rituöu máli, en vel leysti hann sig af hólmi i Læknafél. Rvíkur, þegar á þaS reyndi, meS fróSlegum og glöggum fyrirlestrum. Fyrir „RauSa krossinn“ hafSi hann kenslu á hendi á námsskeiSum félagsins hér í Rvík, og fórst þaS vel. Kvæntur var Ólafur heitinn RagnheiSi Gunnarsdóttur Gunnarssonar kaupmanns í Rvík, og eignuSust þau 6 börn, sem öll lifa í æsku. M. J. M. Geitnalækningar á Röntgenstofunni 1926. Geitnasjúklingar, sem komu til röntgenlækninga á s.l. ári, skiftast þannig niSur á læknishéruS: Hólmavíkur ............ 4 Hesteyrar ............. 1 Reykjavíkur'........... 2 HafnarfjarSar ......... 1 Eyrarbakka ............ 2 Spurnir eru af öllum sjúklingunum, og hafa héraSslæknar tjáö þá al- bata. Annar sjúklingurinn úr Eyrarbakkahéraöi haföi trichophyti, en

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.