Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1927, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.04.1927, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 53 5 rúm fyrir almenna handlækninga- og lyflækningasjúdóma handa hverju iooo íbúa. i — — hvern sem deyr úr berklaveiki. i — — hverja 2000 íbúa handa smitandi barnasjúkdómum. 1 — — hverja fyrstu fæöingu. Meö þessum kröfum fullnægöum yröu 10 rúm handa hverju 1000 íbúa, en mér skilst, aö þar aö auki ætlist hann til svipaörar rúmatólu a. m. k. eins og nú er, fyrir fábjána og geöveika. Svona kröfuharöur er Dr. Cor- vin, og eg efast ekki um aö fjöldinn allur af amerískum kollegum líti svipaö á máliö og'hann. Og sjálfsagt'veröur reynt að stefna svo hátt meðan e f n i n 1 e y f a. En sérhver þjóð verður aö athuga hvað efnin leyfa, og dugar ekki fyrir fátækar þjóöir að þræöa beint í spor þeirra sem hafa ótæmandi auö. Svona er þá litið á spursmálið i Ameríku. Og þar sem nú amerísk vís- indi og amerísk tíska á öllum sviðum er að ná völdum í heiminum, má telja víst, aö sama álit verði drotnandi i gamla heiminum áöur en langt um líður. Ef velmegun landanna leyfir þaö og d e m o s fær vaxandi völd, er sennilegt, aö stööugt veröi reist fleiri og fleiri sjúkrahús og aumingja- hæli. Meöan takast má nokkurn veginn að tína saman fé í fjárhirsluna, mun fólkiö treysta æ meir og meir á forsjón ríkisins og ætlast til, að þaö segi likt og Kristur: „Komiö til mín, allir sem erfiðiö og þunga eruð hlaönir/- og aö allskonar líknarstofnanir og iöjuleysingjahæli séu opin upp á gátt. En eg get ekki gert aö því, aö mig uggir þess, að meö öllum ríkisrekstrinum og aktaskriftinni kunni náunganskærleika að fara hnig- andi i heiminum. Og mátti þó síst viö því. Ætli sá rnikli arineldur ríkis- ins veröi eins ylgóður og notalegur eins og mörgu heimilisarnarnir voru ívrrum? Og þegar allir varpa áhyggju sinni upp á ríkið, verður þá ekki alment viðkvæðið: Alt þitt er mitt! — líkt og sagan segir um Gyðing einn á Englandi. Hann byrjaði sem öreigi og sagöi þá gjarnan: „All mine is thine“, en hann komst loks i góö efni og var þá vanur aö segja: „All mine is mine, and all thine is mine.“ Ef eg verð að endingu að dirfast aö klykkja út meö nokkru p r æ- terea censeo, móti straum, er þaö á þessa leið: Eg er þeirrar trúar, að vel megi bjargast af án fleiri siúkrahúsa en þeirra, sem bráðum eru komin hér á landi, og fækka nokkrum. Betra fá og góð en mörg og gagnslítil. Eins og eg hefi áöur látið í ljós hygg eg, að meö mörgum hjúkrunarkonum, einni eða fleirum í hverju héraði, styrktum af ríkisfé, mætti spara mörg sjúkrahússpláss. Eg held jafnvel, aö með bættum samgöngum og fleiri simum og meö hjálp hjúkrunarkvenna mætti alveg leggja niður nokkur héraöslæknis- embætti. Sjúkraskýli eru hvorki ómissandi til aö einangra í smitandi sjúklinga né bráönauösynleg til þeirra skurölækninga, sem þar koma til greina. Reynsla min og annara hefir kent mér, aö lítt vönduö hús má í viðlögum dubba upp til að vera farsóttahús; og hver læknir, sem treyst- ir nokkuð sjálfum sér, getur í viðlögum, meö hjálp hjúkrunarkonu, gert meiri háttar operationir á hvaöa heimili sem er. Hvaö þá hinar minni háttar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.