Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1927, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.04.1927, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 77 morf. ctgr. 1,5 + bromet. scopolamic. mgr. 0,5, (Konum er gefiö minna, — 1 ctgr. og 0,4 mgr.). Eítir j4-tíma spýtir maöur inn í v. mediana cu- biti 10% upplausn af Numal, og miöar kvantum viö þyngd sjúklings, bannig, aö 1 ccm. af þessari upplausn er gefinn fyrir hver 10 kg. — Gömlu fólki og lasburða er ekki gjarnan gefiö meira en 5 ccm. Á Kommune- hospitalet hefir ekki verið gefinn stærri skamtur en 9 ccm.; en það er minna en hálfur letal-skamtur. — Lyf þetta fæst aðeins hjá umboösmanni „La Roche“, og kostar 80 aura danska hverjir 5 ccm., en þaö er stærö á einni ampullu. — Gæta verö- ur þess, að ,,Record“-dælur eru oft ónákvæmt afmældar, en máliö á ampullum þessum er nákvæmlega rétt. Um eftirverkanir er mér ekki kunnugt að neinar séu, ef rétter „skamtað“. Björn Gunnlaugsson. Howard B. Barker: Tuberculosis of the mammary gland. — Archives of surgery. Sept. 1926. Berklabólga í matnmae er fremur sjaldgæfur sjúkdómur samanborinn við aöra sjúkdóma i kirtlinum, cancer er 40 sinnum tíöari og aðrar lang- vinnar bólgur 20 sinnum tíðari en lierklabólgan. Oftast eru berklarnir eingöngu í kirtlinum og berast þaöan upp í eitlana i handholinu, en aðrir foci finnast ekki. Venjulega myndast íyrst hnútur, ])á ígerö og seinast fistill. Verkir eru litlir sem engir þangaö til fer aö togna á húðinni og hún aö þynnast. Ekki er vandi að greina sjúkdóminn þegar abscessar eru myndaöir og fistlar komnir, en þaö er ekki sjaldgæft aö sjá hnúta, sem seint verða ostaðir og sýnast standa í stað um langan tíma, jafnvel árum saman, stækka þá ef til vill stundum um tíöir eða þegar konan gengur meö barn. Handholseitlar bólgna þó tiltölulega fljótt. Hnúturinn getnr vaxið viö húö og jafnvel dregist inn brjóstvartan eins og við cancer. Svona hnúta, sem eru illa takmarkaöir og geta tekið yfir mikinn hluta brjóstsins, er mjög erfitt aö greina frá cancer, og stundum ómögulegt, nema með vefja- skoöun. Helst mundi aldurinn (ungar konur fá frekar berkla) og frá- sögn konunnar um breytilega stærð (minkun) tumorsins, benda á tuberculosis. Besta aðgerðin er aö skera burtu hnútana eða alt brjóstiö, ef bólga er útbreidd og um leið bólgna eitla, ef nokkrir eru, í handholinu. Minni aögeröir, eins og t. d. aö tæma abscessa og skafa, geta leitt til bata, en taka marga mánuði, og hætt er þá viö, að sjúkdómurinn taki sig upp aftur. G. Th. A. Couvelaire: Le nouveau-né issu de mére tuberculeuse. Gyn. et obstetrique, No. 1, 1927. Frá því í nóv. 1921 hefir sérstök deild veriö í Clinique Baudelocque fvrir berldaveikar sængurkonur, og hafa þær fætt þar börn sín, sem strax eftir fæöinguna hafa veriö tekin frá þeim, til þess aö foröa þeim írá berklasmitun Börnin haía verið alin upp á sérstakri spítaladeild, og hefir því sérstaklega gott tækfæri gefist til þess aö athuga, hvort þeim sé meiri hætta búin en börnum heilbrigðra foreldra. Lík þeirra barna, sem dáiö hafa, eöa fæöst andvana, hafa veriö rann-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.