Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1927, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.04.1927, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐiÐ 79 hæfilegt aö 90 stúdentar á ári hefji læknisnám, til þess að fylla í skörð- in og verða við eðlilegri fjölgun lækna. En tala nýrra læknanema hefir verið talsvert yifr 100 síðari árin. og 197 árið 1925. Hefir reynst ókleyft að veita svo mörgum kenslu við háskólann í Osló. Áriö 1923 gerði lækna- deild háskólans tillögu um, að á ári hverju skyldu að eins 60 þeirra stúd- enta fá leyfi til áframhaldandi náms, er lykju l)estu prófi í efnafræði og eðlisfræði. Þetta komst ])ó ekki í framkvæmd, en breyttist á þessa leið : Ótakmörkuð tala fær aðgang að fy^rri hluta náms. Kensla fer líka fram í venjulegum kensluleyfum til þess að geta veitt öllum aðgöngu. Að lokn- um fyrri hluta fá 50 stúdentar, þeir sem hæsta einkunn hafa, leyfi til að halda áfram; hinir verða að bíða í eitt missiri. Tilhögun þessi hefir vakið talsverða óánægju meðal norskra lækna. G. Cl. F. Dévé: Kvste hydatique et radiotherapie. La Presse medicale 12. fel)r. 1927. Fyrir 23 árum var fyrst farið að reyna að lækna sullaveiki með rönt- gensgeislum, og þóttist sá, sem fyrstur reyndi, Diaz de la Quintana, sjá af því góðan árangur. Síðan hafa ýmsir reynt þetta, en flestir árangurs- lítið. Þó hefir prófessor Arce í Buenos-Aires látið töluvert af því, að hægt væri að lækna sullaveiki með geislunum og lýst breytingum á móðurblöðrunni og scolices eftir sterkar geislanir. Sama árið, 1904, og þessar lækningatilraunir komu fram, fór Dévé að athuga verkanir geislanna á sulli og reyna hvorttveggja, að geisla sulli, sem voru í subcutis á dýrum, og eins scolices í glasi. Tilraunir þessar hefir hann gert hvað eftir annað, og nú á seinni árum notað mjög sterkar geislanir, með nýtísku Röntgentækjum. Veikar geislanir virtust engin áhrif hafa á scolices í glasi, og eftir sterkustu geislanir, 20000 R., voru scolices jafnfjörugir eftir sem áður, og gátu myndað blöðrur, en veikluðust eftir 1—3 mánuði. Ályktanir Dévé’s eru þessar: Geislanir, sem eiga að drepa sulli, verða að vera 20000 R. eða þar yfir, og gæta verður þess, aö þessar geislanir voru gerðar á scolices bera, í glasi, og án þess að geislarnir væru síaðir. — Viö geislalækningar á mönnum er ennþá alveg óinögulegt að gefa þvílíkan skamt að skaðlausu fyrir sjúklinginn, og þess vegna eru geisl- anir við sullaveiki, enn sem komið er, hrein lækningahræsni. G. Th. New methods of treating boils and cold abscesses. 'J'he Lancet, April 9., 1927 (ritstj.grein). Lýst aðferð próf. H. L. R o c h e r, Bordeaux (Presse médicale 19. marts '27) við kalda abscessa, sem ekki hafa gert út. Rocher stingur á þeim, sogar út gröftinn, en skolar svo abscess-liolið meö heitu vatni, sem er 6o° C. Notað við eitlaígeröir og ígerðir vegna malum Potti og coxitis. Talið vænlegt, til þess að bjarga frá perforation ígeröum, sem aö þvi eru komnar. Vatnið er soðiö í 10 mín., en svo kælt niður í 6o° C. Troi- cart eða holnál skal vera allvíð, svo vel gangi að soga út gröftinn; þvi næst skolað með heita vatninu, sem leysir vel í sundur ostaða köggla í ígerðinni. Þegar skoluhinnl með heita vatninu er lokið, fer að blæða lítið eitt innan úr holinu, og skal hætta vatnsdælingunni, þegar heita

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.