Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1930, Síða 14

Læknablaðið - 01.01.1930, Síða 14
8 LÆKNABLAÐIÐ um friði hvað sem í skærist, hinn að segja hlutaðeigendum frá ]>essu og firra sjálfan sig allri ábyrg'fi. Flestir hefðu tekið fyrri kostinn. Dr. Helgi tók hinn síðari, þótt honutn væri strax ljóst, að með þessu mátti hann búast við ofsókn og embættis- missi, að hann tefldi allri framtíð sinni í tvísýnu. Það réði úrslitunum, að hann talcli það skyldu sína að gera aðvart, og vildi ekki hvika frá henni hversu sem alt réðist. Eg efast um að margir menn hér á landi hefðu leikið þetta eftir, þó að þeir hefðu haft fulla sannfæringu um að þeir hefðu á réttu máli að standa. Það kemur engum á óvart, þótt sumir segi að dr. ÞI. T. hafi hér rekið erindi andstæðinga ráðherrans, að alt þetta sé sprottið af flokkaofstækinu. Það má jafnvel virða ókunnugum til vorkunnar, þó að þeir haldi þetta, því að víða gerir flokkaspillingin vart við sig. Hinsvegar mun flestum, og lik- lega ölluin læknum fara svo, að þeir gcta alls ckki hitgsað sér slíkt, hvað þá trúað því, svo ólíkt er það öllum hugsunarhætti lækna, enda ekki vitanlegt um nokkra átyllu til að halda slíkt. Þvert á móti hafði dr. H. T. hér öllu að tapa, en óhugsanlegt aö hann gæti nokkuð unnið, annað en það að fylgja sannfæringu sinni. Það hljóta allir að virða og telja beinlínis drcngskap. Engar blaðalygar geta haggað neinu í þessu máli. Ýmislegt smávegis hefir stjórnin í pokahorni sínu handa læknum um þess- ar mundir. Um sakamálsrannsóknina sem hafin var út af embættanefnd- inni þarf ekki að fjölyrða, því að ekki er mér kunnugt um að hún hafi neitt ólöglegt aðhafst. Liti nú dómararnir á annan veg á það mál, er sjálf- sagt að svara til sakar. •—• Þá hefir stjórnin frumvarp á prjónunum, senr ætlast er til að komi samtökum lækna fyrir kattarnef í þetta sinn. Kjarni þess er að skylda unga læknakandidata til þess að starfa eitt ár í héruðum ef heilbrigöisstjórnin óskar þess. Vitaskuld er frv. óþarft með þeirri lækna- fjölgun sem nú er og stefna þess röng: kúgun í stað frjálsra athafna. Og hún hlýtur að eins að koma niður á nokkrum kandidötum. því að ekki mun stjórnin geta notað þá alla. Stúdentar og yngstu karididatarnir hafa, sem vonlegt er, sent þinginu mótmæli gegn þessurn ólögum, sem tefja þá frá framhaldsnámi og geta jafnvel valdið þeim fjárhagslegu tjóni. Læknastúdentar og yngstu kandidatar hafa sent þinginu tilmæli um, að samþykkja ekki frv. þetta, hvern árangur sem það ber. Alveg var gengið fram hjá landlækni við samningu frumvarpsins. Þá hefir þingið á prjónunum allmikið frumvarp um bókhald. Er lækn- um o. fl. gert þar að skyldu. að hafa tvöfalt liókhald: frumbækur, sjóöbók, viðskiftamannahók og 6 yfirlitsreikninga eöa sjóðdaghók. Fæstir læknar munu kunna slikt bókhald, og hvernig þeir eiga að leysa það af hendi, svo vel fari, er mér óljóst, t. d. á löngum ferðalögum. Bókhald lækna í öllum löndum mun allmikið frábrugðið þvi sem kaupmenn nota, og hefir það myndast við langa reynslu. Eru lítil líkindi til að þessu verði hreytt til batn- aðar, en vildu menn gera tilraun til einhverra breytinga, þá hefði ekki veitt af því að landlæknir eða nefnd lækna hefði gert tillögur um málið, og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.