Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1930, Qupperneq 5

Læknablaðið - 01.05.1930, Qupperneq 5
LÆKN ABLAÐIÐ 5i g'igtargreining'in er ruslakista, mun fleira konia á reikning hennar hjá sjúkrasamlögunum cn þar á heima. II. En þá hefir eftir sjúkratryggingarskýrslunum veriS geröur samanburö- ur á hversu margir fá öryrkjastyrk af völdum gigtar, og af völdum berkla. Töluhlutföllin voru 211 gigtarsjúklingar á móti 227 berklasjúklingum. Þessar tölur eru þungar á metunum, því aö enguni dettur í hug, aö sjúk- lingur fái öryrkjastyrk vegna rangrar gigtargreiningar. Styrkur sá er ekki veittu fyrri en sjúkdómsbeytingarnar eru orðnar svo áþreifan- legar, að greiningin er auöveld. III. Flestir þeirra, sem farlama eru af sjúkdónium i hreyfikerfinu, eru á aldrinum 25—55 ára.* IV. Aö meðaltali eru g'igtarsjúklingar veikir 2815 daga, berklasjúklingar 68 daga. I Danmörku eru ii,i%3) af öllum, sem farlama eru, gigtarsjúk- lingar. í Frakklandi og Englandi um i6%5). V. Sé aftur á móti litiö á hversu miklu fé er varið gegn sjúkdómum þess- um, veröur annað uppi á teningnum. Þrátt fyrir þaö, að læknisvitjanir eru langtum fleiri vegna gigtar (I. dæmi), þá er variö 5 sinnum meira fé til berklaladcninga. — Ástæðan til, aö svo mikið er gert fyrir berklasjúklinga, er ótti viö smit, og mannúö. En þó ef til vill mest það, aö smitiö er þekt, og svo hinn góöi árangur af lækningunum. Sé nú litið á þessa tvo sjúkdóma frá sjónarmiöi þess opinbera, með til- liti til hins dýra vinnuafls, þá kemur hjálpin nokkuö óréttilega niöur. Og frá mannúðarsjónarmiði mun orka tvimælis um hver aumkvunarverðari sé, lierklasjúklingurinn, eöa sjúklingur með króniska liðagigt. Hugsum okkur hlutskifti berklasjúklings og gigtarsjúklings, eins og búið er í hagimt fyrir þá. Hver einasti læknir telur sér aö sjálfsöðu skylt að útvega berklasjúklingnum hælis- eða spítalavist; ríkið tekur hann aö mestu leyti á arma sína, og alt er gert til að honum geti batnað. En gigt- arsjúklingurinn haltrar heim til sín ineð gigtaráburð í vasanum. En er þá hægt að gera meira fyrir gigtarsjúklinga en gert er? Frarn á síðustu ár hafa gigtarsjúklingar hvergi átt heima; þeir hafa liröklast milli ýmsra sérfræðigreina læknisfræðinnar, að mestu til symp- tómatiskrar meðferöar eftir ]iví, sem við hefir átt, á ýmsum stigum sjúk- dómsins. Meir og meir hafa þeir komist undir hönd fysisku læknanna. * Á gigtarrannsóknarstöðinni fyrir Westfalen, þar sem áriö 1927 voru í alt 1200 gigtarsjúklingar, kom sjúkdómurinn nokkurnveginn jafnt niður á aldurinn 25—60 ára, þó öllu mest frá 45—50 ára.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.