Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1930, Qupperneq 6

Læknablaðið - 01.05.1930, Qupperneq 6
LÆKNABLAÐIÐ 52 En þó vantar eitt, og það er aS læknar alment læri einhverja vitund um fysiskar lækningar, svo aö þeir viti hvenær (sjá siSar) þær geta a'ð gagni komið; því að reynslan er sú, að sjúklingarnir eru alt of sjaldan sendir á sérstofnanir, fyrr en svo seint, aö restitutio ad integrum er ómöguleg. Mikið mun mega kenna þvi um, að á öllum tímum hafa ólæknisfróðir menn „svindlað“ feikilega með fysiskar lækningar, og allur þorri lækna þvi fyrirlitið og barist á móti þeim. En jafnframt er þörf á að hreinsa til í greiningar-ruslakistunni. Þegar þjóðasamtökin gegn gigtiimi voru hafin, reyndist samvinna ómöguleg, vegna þess að ákveðna flokkun vantaði; sömu heitin voru not- uð til að tákna sitt hjá hverri þjóð, og olli það þvi misskilningi. Til að bæta úr þessu var skipuð nefnd hæfra manna í Þýskalandi, og komu þeir sér saman um flokkun, sem í höfuðatriðum er eins og sú, sem hér fer á eftir; en létu þess jafnframt getið, að þetta væri til bráðabirgða, með því að enn er svo margt óvíst og ónægilega rannsakað viðvíkjandi gigtinni. Eiginlegt gigt (rheumatismus) greinist i: Uppruni: (Ætiologia) disposition, smit. Uppruni: óþekt smit disposition, endocrin truflun (4) A. Gigt í mjúkum hlutum líkamans, þ. e. vöðv- um, sinum, sinaslíðrum, fascium, slimpokum • og taugum. B. Liðagigt, cg er þar greint \ milli: 1. Polyaflhritis rheumatica acuta eða subacuta (febris rheumatica).*) 2. Polyarthritis rheumatica chronica secund- aria. Þ. e. eftirstöðvar eða framhald af febris rheumatica. 3. Polyarthritis rheumatica chronica primaria. (Án undanfarandi íelvr. rheumatica). 4. Polyarthritis endocrina (klimakterica). 5. Spondylarthitis anchylopoetica (Bech- terew). Sjúkdómar, sem oftast teljast til gigtar, en samkvamit uppruna sínum ekki eiga þar heima: C. Mono-, oligo- eða polyarthroitis deformans. (inclusive Heberdens- hnútar) og spondylitis deformans. D. Arthritis urica. Við aðgreiningu verður að taka tillit til: E. Liðsjúkdóma af þektu smiti, svo sem: Gonorrhoe, lues, berkla, sepsis, lungnalvólgu, influenzu og skarlatssótt. Ennfremur: F. Liðasjúkdóma við tabes dorsalis, syringomyeli, hæmophilia, hydrops articulorum intermittens og arthroitis við ostitis deformans (Paget). (Oitis er látið tákna liðsjúkdóma án smits). Sennilega mætti telja peliosis rheumatica með polvarthr. acuta.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.