Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1930, Síða 32

Læknablaðið - 01.05.1930, Síða 32
7« læícnablaðií) hundruö logtíma kemur ský innan á kvartsiö ; það dökknar, og ljósi'S dofn- ar. Þetta gerist ofur hægt, og athugast ekki, nema því sé veitt sérstök athygli, eöa ljósin fari að dofna aö miklum mun. Til þess aö varast þetta, þarf aö halda sérstaka bók um hvern brennara. Þegar nýr brennari er látinn í lampann, skal innfæra verksmiðjutölu hans, og skrifa daglega í bókina logtíma brennarans. Meö því aö telja ætíö saman í hver mánaðar- lok, má fljótlega sjá hve lengi hver brennari hefir logaö. Eftir 800 log- tíma skyldi brennarinn ætíð tekinn út og athugaður. Ef ský er komið á kvartsiö, sem nokkru nemur, skal látinn nýr brennari í lampann, en sá garnli sendur verksmiöjunni til endurnýjunar. Þetta er ekki flókið eöa margbrotið verk, en eg efa, aö þannig lagaö reglubundiö eftirlit meö brennurum fari fram á ljósstofum, yfirleitt. Erlendis hefir a. m. k. verið undan þvi kvartað. Væntanlega er úrskuröur atvinnumálaráðuneytisins, um greiðslu ljós- lækninga, ekki eingöngu tilkominn af ótta viö skaðsemi af völdum kvarts- ljósanna. Ríkisstjórnin mun líka ætla sér að spara þarna drjúgan skilding, og er vorkunnarmál, ])ótt henni þyki berklakostnaðurinn mikill orðinn. Hr. Vilm. J. hefir óneitanlega mikið til síns máls, er hann bendir á misrétti það, sem sjúklingar úti um land eru beittir, með því aö ein- skorða svo ljóslækningastyrkinn, sem ráðuneytið ráðgerir. Ef heilbrigðis- stjórnin hefir vilja á að hjálpa sjúklingum í þessu efni, og ráðuneytið skyldi vilja löggilda fleiri ljósstofur en nú, væri gott fyrir alla sem hlut eiga að máli, að eftirlit væri með ljósstofum, og reglur settar um starf þeirra. Landlæknir gæti, með aðstoð þess verkfræðings, sem er rafmagns-ráðu- nautur ríkisins, kynt sér gerð og frágang ljóstækja á hverjum stað, og hversu ábyggilegu rafmagni er kostur á, til lækninganna. Ef svo sýnist mætti heimta kvartsljrennara meö ákveðinni lengd. Mætti krefjast, að á hverri ljósstofu væri voltmælir, þannig, að starfsfólkið viti altaf hvað rafmagnsspennunni líður. Þá má gera rafmagnsstöðinni viðvart, ef spenn- an fellur um of, og fá bætt úr því, ef unt er. Sanngjarnt væri að láta bók- færa hvern nýjan brennara, og logtíma hans. Auk venjulegra journala sé haldin sérstök ljósskrá um hvern sjúkling, þannig, að auðveldlega megi átta sig á hve mörg ljósböð hver maður hefir fengið, um hve langan tíma og hvaða daga. Þetta er ekki fyrirhafnarmikið fyrir þá, sem vörð hafa hjá ljósafólkinu. Með þessu móti fengist talsverð trygging um alt starf stofnunarinnar, og gæti landlæknir kynt sér, á eftirlitsferðum sínum, aö fullnægt væri sanngjörnum kröfum um starfræksluna. G. Cl. Próf. Neumann (Wien) prófar stúdent, sem hefir verið fremur slakur við lærdóminn. „Hvað skiljið þér við Frúhgeburt ?“ Svar: „Þegar konan á barnið á undan brúðkaupinu." Neumann kinkar kolli og er alvarlegur á svipinn. „En Spátgeburt?" Svar: „Þegar konan fæðir 2 árum eftir lát mannsins.“ Neumann spyr enn með alvöru: „Hvað skiljið þér þá við Fehl- geburt?‘“ Stúdentinn: „Þegar ráðskonan verður léttari í stað frúarinnar." „Bravó!“, segir þá Neumann; „þér hafið bestu hæfileika til að verða ritstjóri kýmnisblaðs." (Norsk Magas. f. L., mars 1929).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.