Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1930, Qupperneq 33

Læknablaðið - 01.05.1930, Qupperneq 33
LÆKNABLAÐIÐ 79 Ultravirus og berklaveiks. ÞaÖ er alkunnugt, að sumar sóttkveikjur eru svo smáar, að þær smjúga sýklasíur úr postulini og „infusoria-dufti“ (síugengir sýklar) og jafnvel collodium himnur, sem eru þéttari og sleppa ekki öllu stærri ögnum í gegn en 20—30 /1 (eiginlegt ultravirus). Svo smáir eru slikir sýklar, að þeir, sem smjúga postulínssíur, sjást tæpast í bestu smásjám, og þaðan af síð- ur hinir, sem smjúga collodium-síur. Sá galli er á venjulegum sýklasium, aS erfitt er að ákveða stærð hol- anna með vissu, og líklega eru smugurnar misjafnlega stórar, stundum svo að smæstu cocci geta smogið. Vel má vera, að sumir sýklar séu svo mjúkir og teygjanlegir, að þeir geti orðið að örmjóum þráðum, er þeir þrýstast gegnum smugurnar í síunni. Miklu síður kemur slíkt til greina við collo- dium-síur. Nú þekkist fjöldi tegunda af ultra-virus, sem valda ýmsum kvillum, bæði á jurtum og dýrum. Ekki færri en 17 kvillar þekkjast á mönnum, sem stafa af ultravirus, og má nefna mislinga sem alþekt dæmi. Mislinga-sóttnæmið finst i blóðinu, meðan sjúkl. er smitandi, í slíminu úr nefi og koki, svo og í tárunum. Blóðvatn úr sjúkl. i afturbata lamar það eöa drepur. Sagt er að sóttnæmið þoli þurkun, þó undarlegt sé. Annað alþekt dæmi er mœnusóttin. Sóttnæmið er tiltölulega lífseigt, þolir vel þurkun og getur lifað ýú—1 mánuð við stofuhita og það í birtu. Það lamast af blóðvatni sjúkl. í afturbata, þó blóðvatnslækningu sé litt að treysta. Þriðja dæmið er encephalitis letliargica. Virus smýgur collodium-siur, þolir þurkun og getur haldist lifandi yfir mánaðartima. Margt fleira mætti nefna; rauSa bunda, hlaupabólu, kúabólu o. fl., en það, sem vakið hefir hvað mesta eftirtekt, er að berklasýkillinn getur stundum gerst að ultravirus, auk þess sem hann getur brugðið sér í ýms önnur gerfi. Hefir mikill styr staðið um þessa uppgötvun á síðustu árum. Hafa Frakkar o. fl. talið hana óyggjandi, en ÞjóSverjar o. fl. verið tregir til að trúa, og kent um miður þéttum síum, svo að stöku berklasýklar gætu smogiS þær. Keller og Wethmar fundu þetta 5 sinnum af 40. Sá, sem fyrstur fann þessa nýlundu var Fontés í Rio de Janeiro (1910). Honum hafði komið til hugar, að Mucks-granula, örsmá, sýruföst korn, sem geta fundist í berklagrefti o. fl., kynnu að smjúga síur, og þynti hann því berklagröft, síaði hann og dældi svo gegnumsíuninni (filtratinu) í nag- grís, undir húSina. Sé venjulegum berklasýklum dælt inn, fá dýrin berkla- þrota í stunguna, og gerist hann að sári, setn ekki gær, og jafnframt bólgu í aðliggjandi eitla. Hér fór á annan veg. Ekkert sár myndaðist, en eitlar bólgnuðu til muna. Dýrið var nú drepið, og fundust eitlarnir þrútnir og miltið, en engir berklasýklar fundust í eitlunum. Miltissafa úr dýrinu var nú dælt inn í annan naggrís. Hann fékk tb. pulm., og fundust venjulegir berklasýklar, er honum var slátraS 5 mán. síSar. Tilraun þessi vakti ekki mikla athygli, (menn trúðu henni illa), svo heita mátti aS hún félli í gleymsku. 1923 hafði Vaudremer tekist, með sérstakri ræktunaraðferð, að ala upp einkennileg afbrigði af berklasýklum (ekki sýrufasta stafi og agnir). Síaði

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.