Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1930, Side 34

Læknablaðið - 01.05.1930, Side 34
So LÆKNABLAÐIÐ hann sýkla þessa frá, og reyndi að rækta gegnrennuna. MynduÖust þá stafir í henni, sem ekki voru sýrufastir. Sýrufastir stafir gátu og myndast. Ef gegnumrennuni var dælt í naggrísi, fengu þeir citlaþrota aÖeins, en ekki venjulega berklaveiki. Aftur urðu dýrin lítt móttækileg fyrir berklasmit- un. Öðrum reyndist þó, að dýrin gætu stundum fengiÖ berklaveiki meÖ venjulegum hætti. Fjöldi lækna hefir endurtekið þessar tilraunir og fund- ið að gegnrennan sýkti dýr, svo og þrútnu eitlarnir frá tilraunadýrunum, þó ekki væri unt að finna berklasýkla í þeim. Nú var tekið að rannsaka fleira. 1924 síaði Valtis bcrklahráka, og virtist gegnumrennan sýklalaus (ómögulegt að rækta neitt úr henni), en þó sýkti hún dýr: Eitlar bólgnuðu á 10—15 dögum, en hjöðnuðu síðan. Dýrin dráp- ust þó eftir 3—4 mánuði. Fundust þá víða eitlar með nokkrum þrota, og með mjög strjálum, sýruföstum stöfum. Svipuð varð niÖurstaðan með berkla- gröft, vökva úr brjósthimnubólgu, þvag og ýms líffæri úr berklasjúkum dýrum, einnig blóð úr berklasjúklingum. Úr öllu þessu kom sýkjandi gegn- umrenna. Öllum kom saman um það, að sjúkd. hagaði sér mjög frábrugðið venju- legri berklaveiki á dýrum, sem sýkt voru með gegnumrennu. A stungu- staðnum kom a'ðeins litið hersli, sem hjaðnaði á 15 dögum, en engin ígerð eða sár. Nokkur af dýrunum höfðu eftir 4—5 mánuði berklahnúta, sem hætti til ost- eða graftrarmyndunar, Hkt og við venjul. berklaveiki; en þeir voru sjaldgæfir og lítilfjörlegir. Önnur fengu áður langt um leið óþrif og cachexia, megruðust og drápust, en við obductio fanst fátt annað en lítið eitt stækkaðir eitlar, og tb.sýklar fundust i sumum. Þriðju sýndust alheil, en urðu -j- Pirquet um tíma. í slíkum dýrum fundust engir tb.sýkl- ar, og yfirleitt ekkert sjúklegt. Hitaða gegnumrennu má nota sem einskonar Pirquetspróf (intracutan). Er -þ bæði við almenna berkla og ultravirussýkingu. Nýfædd börn berklav. mæðra eru oft + með gegnumrennu, þó ekki séu þau -j- P. Bcrklasýklar úr dýrum, sem smituð hafa verið með gegnumrennu, eru lítt sýkjandi (virulent). Ef þeir eru látnir ganga 5 sinnum gegnum dýr, verða þeir þó full„virulent“. Erfðir. Mörg ultra-virus smjúga fylgjuna og sýkja fóstrið (mislingar, bóla). Þegar það kom upp, að tb. ultravirus er til, lá það nærri, að athuga hvort það sýkti ekki fóstrið oftar en nú er talið. Calmette, o. fl. frakkneskir læknar, hafa fundið þess mörg dæmi, og er sjúkd. barnanna oftast meö sama hætti og áður var fundið um ultravirus. Þannig voru af 45 nýfædd- um börnum 7 + með gegnumrennu (þar af 4 -j- P!) og 21 óljóst -j-. Einn fann að blóð úr naflastreng 100 barna gaf tb. á kanínum 23 sinnum. Þess eru dæmi, að sjúklingur getur legið lengi með öll einkenni alvar- legra lungnaberkla, einnig eftir Röntgen að dæma, og uppgang svo sem venjulegt er, — og þó er ómögulegt með neinum þektum aðferðum að finna berklasýkla í uppganginum. Sé hann aftur síaður, og dælt inn í dýr, sýkjast þau óðara. Nýlega hefir Paisseau og Umansky ræktað berklasýkla úr berklaveik- um mönnum, sem sýktu aðeins úræðakerfið (syst. lymphat.), en ekki önn- ur líffæri, og voru tiltölulega góðkynjaðir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.