Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1930, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.05.1930, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 85 um. Ljósmæður voru látnar annast um að gefa börnunum inn bólueínið, sem alt var tekið per os. Sagt er að flest börn, sem fæddust í Lúbeck i febr.—apr., hafi verið bólusett með þessu móti. Seint í apríl fara börnin, sem fyrst voru bólusett, að deyja hvert af öðru; 26. apríl er bólusetningunum hætt, og við rannsókn á líkum dánu barnanna kemur i ljós, að þau hafa dáið úr berklaveiki, og enginn vafi á að bólu- setningunni er um að kenna. Gróðurinn hefir m. ö. o. verið virulent. Þ. 3. júni voru 24 börn dáin, og um 100 veik af þeim 243 börnum, sem alls höfðu veriö bólusett. Þetta er sennilega sú stórfeldasta slysni, sem sögur fara af í læknis- fræðinni, og er hörmúlegt til þess að vita, að annað eins skuli geta átt sér stað. Liibeck kvað vera eins og lamaður bær, sem vonlegt er, yfir þessum ósköpum, og gremjan mikil meðal fólks út af því, að heilbrigðisráðið skuli hafa mælt með þessari aðferð við almenning. Allsk. ýkjur oguppspuni fréttist um ástæðurnar til þessara hörmunga, eins og t. d. að Frakkar hafi af ásettu ráði sent virulent gróður, af því að fjandmenn þeirra áttu i hlut. Ekki mun þeim getsökum þó verða trúað meðal Þjóðverja, hvað þá ann- arsstaðar. Ólánið við þetta alt saman er það, að litlir möguleikar eru til að upp- lýst verði um orsökina til þessara slysa. Manni dettur fyrst í hug, að gróðurinn hafi náð aftur sínum uppruna- lega virulens, þrátt fyrir fullyrðingar Calmette’s. Sú tilgáta getur þó ekki talist sennileg. I Frakklandi hafa um 225000 börn verið bólusett með B. C. G., í Rúmeníu 40000 og mörg hundruð lkirn í ýmsum löndum, án þess að nokkuð hafi sakað. Það er ])ví ólíklegt, að gróðurinn hafi alt í einu nú orðið virulent. Sennilegast að um mistök sé að ræða, þannig að á öðrum hvorum staðnum, annaðhvort í París eða Lúbeck, hafi verið tekinn virulent berklagróður í staðinn fyrir B. C. G. Calmette fullyrðir, að slíkt geti ekki hafa kornið fyrir í París, enda hafi sami gróður veriö sendur til Mexico og víðar, og ekki komið að sök. í Lúbeck segja þeir, að engir berklar hafi verið ræktaðir þar, um margra ára skeið, og því ekki hugs- anlegt, að þar geti verið um mistök að ræða. Frá Robert Koch-stofnun- inni í Berlín hafa veriö sendir menn til Lúbeck til að rannsaka málið, en óvíst hvort unt verður að komast að nokkurri niðurstöðu, því að bólu- efnisgróðurinn var ekki lengur til lifandi, þegar til kom að átti að fara að rannsaka hann. Vonandi er að málið upplýsist. Annars er ekki gott að segja hver verða örlög Calmette’s bólusetningarinnar. Það er ekki von, að nokkur maður ]>ori að leggja út í aö prófa slika bólusetningu meðan nokkur grunur get- ur leikið á um ósaknæmi gerlanna. í Berlín hefir verið bannað að nota B. C. G., og eg held víðar, utan Þýskalands Hka. Ilt er að þessir viðburðir skuli verða til þess að gefa anti-vaccinations- félögum og öðrum fjandmönnum læknavísindanna byr undir vængina um stund. Og hastarlegt ef þetta á að verða endirinn á Calmette’s bólusetn- ingunum, sem menn voru farnir að gera sér góðar vonir um. Maður var farinn að vona, að loks væri fundið vopnið gegn berklaveikinni, og að ])essar nýju berklavarnir yrðu að verulegu gagni. Undir öllum kringum- stæðum hljóta viðburöirnir í Liibeck að verða Calmette-bólusetningunni

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.