Læknablaðið - 01.06.1931, Page 16
86
LÆKNABLAÐIÐ
hefir oft haft hálsbólgur og sér í lagi ef hann hefir fengiÖ peritonsillu-
abscess. A börríum verÖur staðdeyfingu varla komið við, séu þau innan io
—12 ára aldurs, og verður þá að nota narcosis, helst aether, enda eru kirtl-
arnir sjaldan verulega fastir hjá þeim. Operationin er í því fólgin, að losa
kirtilinn alt í kring og flá hann síðan út úr kapsulunni, en flestir kjósa að
reyra síðan æðastilkinn af með vírslöngu. Á börnum er heppilegt að nota
Sluders-aðferð. Þá hefir maður sljófa guillotine, sem maður þrýstir yfir
tonsilluna og merst þá blóðið bak við kirtilinn, sem um leið pressast út úr
kapsulunni. Gæta verður þess, að lædera ekki gómbogana, því þá er hætta
á slæmum blæðingum og eftir á striðleika í koki.
Eg ætla ekki nánara að fara út i teknikkina, hana þarf vitanlega að sjá
og æfa, til að verlcið verði vel gert, en vandalaust er þetta fyrir alla, sem
annars fást við handlækningar, ef þeir hafa tækin til þess.
Þa^r komplicationir, sem hættast er við á eftir tonsillectomi, eru í fyrsta
lagi blæðingar. Þær geta komið meðan á operationinni stendur og síðar.
Ef arteria spýtir, þá grípur maður hana með töng, torquerar eða lætur
töngina liggja á í 15 mín. Dugi þetta ekki, verður að undirbinda. Við laesi-
onir á stórum æðum. eins og a. pharyng. ascend., sem varla kemur fyrir,
nema sé mjög ógætilega að farið, verður oftast að undirbinda a. carat. ex-
terna; laesio á carot. int., sem hefir þekst, ef hún liggur mjög abnormt, er
í öllum tilfellum letal. Venös blæðing stansar venjulega við tamponade, en
halda verður tamponinum þétt á staðnum, sem blæðir, í langan tíma, ann-
aðhvort digitalt (öll verkfæri í þessu skyni hafa reynst gagnslítil) eða
festa honum þannig, að taka saum í fremri og aftari gómliogann og binda
yfir tamponinn. Sauminn verður að taka innan 24 klst. Lyf, t. d. adrenalin
o. fl., þykir óráð að nota til að stöðva blæðingu, vegna þess hvað það er
ótrygt; þó er oft heppilegt að gefa gelatine, coagulen, eða chl. calc. injec-
tionir. Athugaverð er blæðing, sem kemur fyrst í ljós 4—5 klst. eftir að-
gerðina. Sjúklingnum hefir kannske liðið mæta vel, ]iar til hann alt i einu
fer að kasta upp hverri gusunni eftir aðra af korguðu blóði, sem hefir ]iá
runnið ofan í hann og hann ekki fundið, því venjulega verður sjúkl.. eft-
ir ]iví sem meira blæðir, máttlausari og syfjaðri. Á þessu er enn meiri
hætta, ef hann hefir fengið morphin eða deyfandi lyf, fyrir eða eftir ópcra-
tionina. Blæðinguna stöðvar maður á sama hátt og áður, þó verður að
gæta þess, að byrja með því að hreinsa koagula úr sárinu.
Önnur komplikatio er smitun. Hálseitlar þrútna, en batnar oftast eftir
nokkura daga við joðpenslun. Hinsvegar getur abscessus latero-pharyngealis
smátt og smátt myndast, svo loks verði að opna hann utan frá. Þessi in-
fectio er álitin stafa af deyfingarlyfinu, sem sé dælt of djúpt, eða af því
að nálin inficerist í kirtilvefnum. Eg tók það ráð að levsa novocain-töfl-
urnnar upp í i%c Rivanol-upplausn og hefir gefist það mjög vel, fæ sjald-
an meiri hita eftir aðgerðina en 37.50.
Sepsis hefir sést eftir tonsillectomi, en er sennilega ekki tiðari heldur en
eftir aðrar operationir. — Þriðja komplikationin er abscessus pulmonum,
sem varla á sér stað, nema ef aðgerðin hefir verið gerð í norcosis og staf-
ar því nær altaf af aspiratio af blóði og tonsilluslími.
Þetta er ])á í mjög stuttu máii það helsta, sem um tonsillectomi er að
segja. Það er nauðsynlegt, að læknar viti og þekki hvaða sjúkdómar og