Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1931, Qupperneq 19

Læknablaðið - 01.06.1931, Qupperneq 19
LÆKNABLAÐIÐ 89 tækju upp notkun þeirra, í sem flestum, e?5a helst öllum, sjúkdómstilfell- um. Eru margir Reykjavíkur-læknanna aÖ minsta kosti farnir að nota þá talsvert miki'ð. í Læknablaðinu hefir verið prentaður fyrirlestur, sem eg hélt i Lækna- félagi Reykjavikur fyrir tveim árum, um þlóðþrýstingsmælingar, þýðing þeirra og hvernig þær skuli framkvæma. Það er auðvitað fyrsta skrefið, að benda læknum á það og síðan fá þá til að eignast blóðþrýstingsmæla. Eg hefi því nokkra von um, að með tímanum fáist fleiri læknar til þess að taka þátt i samrannsóknunum á blóðþrýstinginum. Eg ætlaði hér i dag að eins að benda á bráðabirgða yfirlit yfir mæling- ar þær, sem eg hefi gert. Áf þeim tveim þúsund sjúklingum, sem eg hefi haft frá apríl 1928 til ársbyrjunar 1931, hafa 540 haft of háan blóðþrýsting, 98 of lágan, og 114 of lágan púlsþrýsting, sem nefndur er, það er að segja: minni mis- mun en 25 mm. á systoliskum og diastoliskum þrýstingi. Mælingarnar eru allar gerðar auskultatoriskt, með Boulitte fjaðra-blóð- þrýstingsmæli, sem eg öðru hverju hefi controlerað að væri réttur, sam- anborið við Riva-Rocci’s kvikasilfurs manometer. Sjúklingarnir eru allir rannsakaðir liggjandi, og tillit tekið til þeirra at- riða, sem annars er talið að kunni að hafa áhrif, og eg hefi getið um i áðurnefndri Læknablaðs-grein. Mælingarnar eru altaf tví- eða þrímæling- ar, til þess að ganga úr skugga um, að þær séu réttar. Það kann að virðast furðu há procent af sjúklingum minum, sem hafa haft hypertension, nefnilega mcir en fjórði hver maður. Það er þó má- ske ekki að undra, þegar það er athugað, að hér er um að ræða nær ein- göngu sjúklinga með neurologiskt psychiatriska sjúkdóma, eða einstaka jxjliklinisk tilfelli af medicinskum sjúkdómum. Fólk með væga cardio- vasculær sjúkdóma, finnur alment starfsþrek sitt minkað, án þess að það geri sér grein fyrir neinum sérstökum somatiskum symptomum. Það hygg- ur þvi, að það stafi frá heila eða taugakerfi, eins og það auðvitað gerir, að svo miklu leyti sem normal function ]>ess er nánasta forsenda fyrir heil- brigðri. psychiskri starfsemi. Aftur á móti er normal láóðrás auðvitað ein aðalforsenda fyrir heilbrigðri physiologiskri starfsemi heila og taugakerf- is, og hver einasta truflun i þlóðrásarkerfinu, hlýtur að geta haft verk- anir á taugakerfið. Meðal sjúklinga minna er því líka mikill fjöldi, sem hafa morbus cordis, þó að hann yfirleitt sé relativt compenseraður. I 228 af þessum 540 tilfellum, er hypertension aðal-diagnosis, i hinum, 312, er hún að eins auka-diagnosis eða svo áberandi symptom, að eg hefi tekið hana með sem diagnosis. Það hefir sýnt sig, að hypertension getur komið fyrir við allar þær sjúkdómstegundir, sem eg hefi haft með að gera, en einnig, að margar þeirra koma fyrir án hennar. Eg hefi búið til töflu yfir, hvernig þessir sjúklingar mínir skiftast, til þess að menn gætu betur áttað sig á því. Eins og sjá má af töflunni, hefi eg skift þeim sjúklingum, er eg hefi fundið hypertension hjá, í fjóra aðal- flokka, sem sé: I. Þar sem eingöngu um systoliska aukningu er að ræða, þ. e. a, s.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.