Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1931, Side 21

Læknablaðið - 01.06.1931, Side 21
LÆKN ABLAÐIÐ 9i þar seni systoliski hlóðþrýstingurinn hefir verið fleiri mm. en aldur sjúk- lingsins -f- 105 + 10%. II. Þar sem eingöngu er um diastoliska aukningu að ræða, þ. e. a .s. diastoliskur þrýstingur hefir verið meira en 90—95 mm. III. Þar sem systoliski þrýstingurinn er aukinn, en diastoliski mink- aðtir, minni en 60 mm. IV. Þar sem systoliski og diastoliski þrýstingurinn báðir eru auknir. / fyrsta flokki eru 330 sjúklingar. Af þeim var hypertension aðal-dia- gnosis i 92ur tilfellum, en auka-diagnosis í 238 tilfellum. Skiftingin í karla og konur er nokkurn veginn jöfn Áð eins sex af þessum hafa fengið slag i einhverri mynd. / öðruni flokki eru 24 sjúklingar, þar af hypertension aðal-diagnosis i 14 tilfellum. Enginn í þessum flokki hefir fengið slag. / þriðja flokkinum eru 38, þar af hypertension aðal-diagnosis í 12 tilíell- um, auka-diagnosis í 26. Fjórir í þessum flokki hafa fengið slag (emboli). / fjórða flokki eru 148, þar af hypertension aðal-diagnosis í 98 tilfell- um, og auka-diagnosis 50. Af þessum 148 höfðu 43 fengið slag, 31 hæ- morrhagia, 8 tromhosis cerebri, 4 emboli. Apoplexi virðist koma jafnt fyr- ir, hvort sem hypertension virðist aðal- eða auka-diagnosis. Eg tek það fram, að þetta er að cins bráðabirgðayfirlit yfir 3ja ára rannsóknir á þessu efni. Það væri auðvelt að benda á margt annað í sam- bandi við það, svo sem hvernig symptomin skiftast á milli flokkanna o. f 1., o. f 1., en alt slikt er að mínum dómi ótímabært enn þá, en getur orðið mjög fróðlegt að 5—10 árum liðnum eða eftir lengri tíma. Þó er áberandi, hve afar margir sjúklingar úr fjórða flokki hafa feng- ið slag í einhverri mynd, m. ö. o. prognosis sjúklinganna virðist mjög vafa- söm, ef bæði systoliski og diastoliski þrýstingurinn er aukinn. Þetta er auð- vitað ekki nema sjálfsagt, því í þessum flokki hljóta að verða tilfelli með arterio- og nefrosclerose og mörg með aorta-insufficiens. Helmingur þess- ara sjúklinga minna er þó yngri en 40 ára. Hvað viðvikur meðferðinni á hypertension, þá vildi eg að eins minna á, að það á ckki altaf að rcyna að fara að ,,lœkna“ hypcrtcnsion. Hún er i mörgum tilfellum kompcnsatorisk, þó enn þá verði ei gefnar skýrar línur fyrir því, í hvaða tilfellum svo sé. Á hinn bóginn er svo að sjá, að hún í flestum tilfellum sé læknanleg, þó enn þá verði ei um það dæmt, hve hald- góður árangur sé af þvi og hver aðferð sé læst. En það virðist, sem það ætti að geta verið þakklátt starf, að létta á þeirri byrði margra manna, sem hyiærtension greinilega er. Það er nærri því cinkennilcgt, hvemig starfsþrek þeirra eykst við ])að, að blóðþrýstingurinn lækkar eða jafnast. Eg sleppi þvi, að svo stöddu, að vera nokkuð að fara út í hin fáu til- felli, sem eg hefi séð með Icckkuðum blóðþrýsting og minkuðum púls- þrýsting, þó að það sé einnig málefni, sem vel sé ihugunarverð. Eg bið menn að íhuga, að eg hefi að eins gert lauslegt bráðabirgða- yfirlit yfir það, sem eg hefi sjálfur gert í þessu máli á 3 árum, í þeirri von að vekja með því frekari áhuga lækna á meðal fyrir þessu máli.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.