Læknablaðið - 01.06.1931, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ
93
hafa skóinn ofan af læknum og virða allar tillögur þeirra að vettugi. Myndi
það t. d. einsdæmi í stjóm siðaðra landa, að heilbrigðisstjórnin aftæki að
auglýsa nokkurt læknisembætti eða stöður. Hér reynir að vísu á samheldni
og þolinmæði lækna, en engin ástæða er til að vera hlessa á tíðinni. Það er
meðal annars gleðilegur vottur þess, hve föstum fótum félag vort stendur,
að allir ungu læknarnir gerast félagar, þrátt fyrir alt. Gyðingar voru 40 ár
á eyðimörkinni og slömpuðust þó inn i Kanaan. Það er engin hætta á, að
við eigum í svo löngum hrakningum.
Innheimtu sknlda hefir gjaldkerinn annast eftir því sem hann hefir get-
að. en þrátt fyrir ágæta greiðslu hjá mörgum, þá eru því miður, vanskil
meiri en skyldi, svo að félagið á nú allmikið fé útistandandi hjá félags-
mcnnum og óvíst um innheimtu þess. I sjóði eru þó rúmar 6000 kr.
Um embœtti og stöður hefir verið hinn mesta þvæla. I 3 laus embætti
voru ungir læknar settir til eins árs, með samþykki félagsstjórnar. Bæði
höfðu, þrátt fyrir áskoranir stjórnarinnnar, engir aðrir læknar gefið sig
íiam, sem léki hugur á þessum embættum, og svo vildi hún ekki láta á sér
standa, að héruðin fengju lækna, þó heilbrigðisstjórnin auglýsti þau ekki.
Læknarnir fengu nokkra viðbót við laun sín, með ráðum félagsstjórnar.
Annað vandamálið voru stöðurnar við landsspítalann, sem heldur ekki
fengust auglýstar. Fram úr því var þannig ráðið: Um yfirlæknana var eng-
in deila og þótti ekki vert að gera þá að deilumáli. Hvað undirlæknana
snerti, óskuðu yfirlæknar þess að fá að velja þá sjálfir í þetta sinn, meðan
verið væri að koma spítalanum af stað, en annars voru þeir sammála um
að stöður þessar bæri ekki að veita til langframa, heldur til tveggja ára í
senn. Félagsstjórnin kannaðist við, að nokkur nauðsyn bæri til þess, að sem
æfðastir menn fengjust í byrjun, en gaf þó ekki samþykki sitt til þessarar
niðurröðunar neina til eins árs. Væri það nægur tími til þess að koma öllu
at siað.
Ilvað kandidatana snertir, þá tók félagsstjórnin það ráð, að sima til allra,
sem hún taldi líklega til þess að sækja um þær stöður. En þegar til kom, voru
llestir við eitthvað bundnir, svo fleiri buðust ekki, en þörf var fyrir.
Viðvikjandi stöðum við barnaskólana í Rvík, þá er það gamall siður héi
að bæjarstjórn ráði skólalækna, og svo var enn. Féllst fyrri skólalæknir,
Ól. Helgason, á það, að Óskar Þórðarson yrði læknir við annan skólann.
Farið var þó fram á það við borgarstjóra, að stöður þessar yrðu framvegis
auglýstar, ef skift yrði um lækna, og hafði hann góð orð um það.
Um veitingu Hornafjarðar og Eskifjarðar get eg verið fáorður, því að
eg hefi sagt frá öllum atvikum i Lbl. Við báðar veitingarnar var gengið
fram hjá landlækni. Varð þetta til þess að stjómin, í samráði við veit-
inganefnd, hvatti lækna til þess að senda umsóknir um embœtti, sem losna,
bótt ekki séu auglýst, sendi auk þess umburðarbréf, er að þessu laut.
Utanfararstyrki héraðslœkna hefir dómsmálaráðherra veitt eftir sínu höfði
og að minsta kosti í eitt sinn þvert á móti tillögum landlæknis (Árni Helga-
son). Bæði Árni Helgason og Pétur Thoroddsen fóru utan og töldu vist,
að þeir fengju styrk, eftir samtali við landlækni. Hvorugur fékk hann.
Einn háskólakennara, Kjartan Ólafsson augnlækni, svifti dómsmálaráð-
herra launum fyrirvaralaust, og án þess að færa ástæður fyrir.
Um þessi mál og fleiri slík ritaði formaður Alþingi bréf, og átti tal við