Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1931, Page 24

Læknablaðið - 01.06.1931, Page 24
94 LÆKNABLAÐIÐ fjárveitinganefnd um þessi vandkvæði. Arangur varð að sjálfsögðu eng- inn, er þing var rofið í miðju kafi, og óviss var hann írá fyrstu. Lagafrmnvörp tvö hefir stjórnin samið, og voru þau flutt á Alþingi, ann- að um stofnnn hcilbrigðisráðs, hitt um veitingu lœknaembœtta. Þau féllu niður, er þing var rofið. Veitingareglurnar hefir stjórnin endurskoðað, og verða þær lagðar fyrir fundinn til athugunar. Taxtanefnd hefir samið uppkast að tillögum um nýjan taxta fyrir hér- aðslœkna. Af því að engar líkur eru til þess, að unt verði að svo stöddu að hrinda þessu máli áleiðis, tel eg rétt, að ágrip af gjaldskrá verði sent öllum héraðslæknum, sem eru félagar, til athugunar, og gæfist ])eim þá kostur að gera breytingartillögur. Mætti þetta koma að gagni, þó að síð- ar væri. Spítalancfnd sú, sem kosin var til þess að athuga spítalamál landsins og kjör spítalalækna, hefir ekki skilað áliti. Þá hefir útvarpsráðið leitað tillagna stjórnarinnar um útvarpserindi um hcilbrigðismál. Nokkur erindi hafa þegar verið flutt, en ntiklu fleiri bíða. Um útgáfu Arbókarinnar er öllum kunnugt. Hugmyndina átti Gunnl. Einarsson, en hann og M. Júl. Magnús unnu allt að útgáfunni. Færi eg þeim bestu þakkir fyrir alt það starf. Formaður hefir reynt nokkrum sinnum að taka svari lœkna, og skrifað greinar um læknamál í Mhl. Einn félaga neyddist stjórnin til að gera rœkan úr félaginu, Einar Ást- ráðsson, samkv. samþyktum lækna. Eg vil þá að lokum minnast á, að stjórnin bauð í þetta sinn tveim ágœt- um, dönskum lœknum, þeim medicinaldirektör Joh. Frandsen og próf. L. S. Fridericia, til þess að flytja erindi á fundinum. Hafa þeir sýnt oss þá miklu velvild, að verða við þessum tilmælum. Þá hefir og dr. med. & philos. Anita Miihl frá San Diego i Californíu haft góð orð um að flytja eitt er- mdi á fundinum. Formanni var þökkuð ræða hans mcð lófataki. II. mál á dagskrá: Reikningar félagsins, cr gjaldkeri las upp og útskýrði. Kom fram tillaga frá Halldóri Stefánssyni um að innheimta félagsgjöld ársfjórðungslega. Tillögunni frestað. Reikningur félagsins t'yrir 1930—1931 samþ. með öllum greiddum atkv. III. mál á dagskrá: Embœttaveitingar og vcitingareglur. Framsögum.: M. Júl. Magnús. Framsögum. lýsti tillögum embættaveitinganefndar. Veitingareglur embættanefndar reiknað í stigum upp að 100. 1. Embættispróf: Maximum. Önnur lakari einkunn gefi .................. 2 stig Önnur betri einkunn gefi ................... 4 — Fyrsta einkunn gefi......................... 6 — Ágætiseinkunn gefi ......................... 10 — 10 stig

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.