Læknablaðið - 01.06.1931, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ
95
2. Framhaldsnám: Maximum.
I námsár á gildu sjúkrahúsi gefi ............. 3 stig 12 stig
I undirlæknisstarfsár gefi .................... 4 — 8 —
3. Embœttisaldur:
1 ár fyrstu 15 árin gefi ...................... 2 — 30 —
1 ár næstu 10 árin gefi ...................... 1 — 10 —
(I lökustu útkjálkahéruðum má reikna fyrir
fyrstu 10 árin 3 stig á ári). — Setning í héruÖ
og aöstoðarlæknisstörf reiknist sem embættisár.
4. Upplestramám eldri lœkna:
Sjúkrahúsnám 3—6 mán. gefi ................ 1-2 —
Lengra nám, hverjir 6 mán. gefi .............. 3 — 10 —
5. Lœknisstörf:
Læknisverk, embættisfærsla, skýrslur, og afrek
í almenningsþarfir o. fl................... 2-10 — 10 —
6. Vísindaleg störf (t. d. doktorsritgerð)
gefi ........................................ 2-10 — 10 —
Samtals 100 stig
Forma'Öur lagði til aS fresta atkvgr. um tillögurnar til næsta aðalfund-
ar, og gæfist læknum kostur á að gera breytingartillögur síðar. Samþykt
með öllum greiddum atkv.
IV. mál á dagskrá:
Reglur um brottrekstur félaga. Framsögum. Guðm. Hannesson. G. H.:
Það hefir komið fyrir, að reka hefir þurft félaga úr Lf. ísl., en það er
sjálfsagt, að gera sér ljóst að það er mjög alvarlegt mál fyrir þann, er
fyrir verður. Verður því að tryggja, að enginn verði fyrir órétti. Hygg
tryggast að nota þar ákvæði gerðardóms. Kom þvi með svohljóðandi brtt.
við 11. gr. laganna. Hún hljóði svo:
„Nú telur stjórnin, að einhver félagi hafi gert sig sekan í brotum gegn
codex ethicus eða öðru athæfi, sem ósæmilegt þykir fyrir stéttina, og
skal hún þá, að athuguðu máli, skýra honum frá því og leita umsagnar
hans og málsbóta. Telji nú stjórnin, að ekki sé um mjög alvarlegt brot
að ræða, en hinsvegar sannað, að framkoma læknisins hafi verið ósæmi-
leg, skal hún í kyrþey gefa honum áminningu og benda honum bróður-
lega á, hversu komast mætti hjá slíku framvegis. Endurtaka má slíka
áminningu. Sé brotið talið svo alvarlegt, að stjórnin telji það með öllu
ósæmilegt fyrir félaga Lf. ísl., skal hún víkja lækninum um stundarsakir
úr félaginu og tilkynna honum með símskeyti eða bréfi. Þó skal þess
hvergi getið opinberlega, að svo stöddu.
Telji nú læknirinn brottrcksturinn ranglátan, skal honutn heimilt, — inn-
an hálfsmánaSar frá tilkynningu, — að skjóta málinu til gerðardóms,
og er úrskurður hans úrslitadómur.
Nú telur læknir, sem visað hefir verið úr félaginu, að hann hafi síðar
bætt fyrir brot sitt, eða ágreiningsefniÖ sé á annan hátt úr sögunni, þá get-
ur hann, eftir tvö ár frá brottrekstri, sótt um upptöku í félagið á ný.