Læknablaðið - 01.06.1931, Síða 26
96
LÆKNABLAÐIÐ
Umsóknin skal lögð fyrir aðalfutid, og fái hún % atkvæÖa, er hún sam-
þykt.“
Ný 12. grein hljóíSi svo:
„Hafi stjórnin synja'iS lækni, sem ekki hefir veriÖ vísaÖ burtu, um upp-
töku í félagiÖ (sbr. 6. gr.), getur hann krafist þess, aÖ máliÖ sé lagt
fyrir aÖalfund, og ræÖur þá afl atkvæÖa, hvort umsóknin er samþykt
eÖa ekki.“
Bjarni Snœbjörnssov: I’etta, sem hér um ræÖir, er alvarlegt mál, sem
menn hafa ekki átt kost á aÖ kynna sér nægilega. Eg legg því til, að frest-
að sé að taka ákvörðun um það, þar til síðar á fundinum. Gott aÖ kjósa
nefnd til að athuga það þangað til.
Dr. Helgi Tómásson: Það er óviðeigandi, að taka upp í íélagið aftur
eftir aÖeins 2 ár þá félaga', sem orðið hefir að reka úr félaginu. Hafi fé-
lagi á annað borð brotiÖ svo alvarlega, að hann hafi verðskuldað brottrekst-
ur, þá er alls ekki hægt að taka hann í félagið aftur bráðlega.
Eg vil leyfa mér að spyrja stjóniiiia, hvort hún vill taka að sér aÖ verða
nokkurskonar refsivöndur á félagsmenn og taka að sér að útdeila áminn-
ingum til þeirra, eins og skólameistari, en brtt. hennar virðast gera ráð
fyrir því. Þá vil eg benda á, að skv. brtt. má reka menn fyrir brot á codex
ethicus eða ósæmilegt framferði, en væri ekki líka rétt að taka fram, aÖ brot
á samþyktum félagsins öðrum geti varðað brottrekstri ?
Próf. Guðm. Hannesson: Við settum ákvæðiÖ um, aÖ veita mætti brott-
reknum félögum upptöku aftur eftir 2 ár, m. a. vegna þess, að það gæti
komið fyrir m. annars, aÖ læknar yrðu félagsrækir vegna drykkjuskapar,
en ef slíkur maður bætti ráð sitt, væri ástæðulaust, að synja honum um
inntöku eftir 2 ár.
Till. Bj. Snæbj. um nefndarkosningu samþ. með öllum greiddum atkvæð-
um. Kosnir: Steingrímur Matthiasson með 21 atkv., Ingólfur Gíslason
með 21 atkv., Guðm. Óskar Einarsson með 19 atkv.
V. mál á dagskrá.
Arsgjöld fclagsins og sjóðir. Framsögum. Magnús Pétursson: Fyrir
tveim árum var það ákveðið, aÖ auka sjóð félagsins, með því að hækka til-
iög félagsmanna úr 5 kr. upp í 100. En engar reglur hafa verið settar fyr-
ír því, hvemig sjóÖnuin skuli varið. Nú er til nokkurt fé í honum, og þvi
timabært að koma með tillögur þessu viðvíkjandi. Vitanlega má liann þó
ekki verða eyðslufé, heldur vera til taks, ef nauðsyn er á að nota fé til
þarfa félagsins eða stéttarinnar. Bar hann fram eftirfarandi tillögu frá
stjórninni:
Tillaga stjórnarinnar tim árgjald til Lœknafclags Islands:
„Árgjald félaga, frá 1. jan. 1932, skal vera 60 kr. fyrir þá lækna, sem
starfað hafa lengur en 5 ár, en 30 kr. fyrir þá, sem yngri eru.
Kandidatar, sem ekki hafa fasta atvinnu, og uppgjafalæknar, greiði
ekkert gjald, enda fá þeir ekki Læknablaðið ókeypis.
Félagsstjórnin hefir heimild til þess að gefa fátækum læknum eftir
árgjaldið eða nokkurn hluta þess. Skulu þeir þá gera stjórninni grein
fyrir ástæðum sínum.