Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1931, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.06.1931, Blaðsíða 27
LÆKN ABLAÐIÐ 97 Allir félagar, sem greiSa árgjald, fá LæknaláaÖiÖ ókeypis og eru lausir við sérstakt tillag til EkknasjóÖs. Argjaldið skiftist þannig: Til reksturs félagsins ganga ......... kr. 5.00 Til LæknasjóÖs ......................... — 20.00 Til Ekknasjóðs ......................... — 20.00 Til Læknablaðs ......................... — 15-00 Kr. 60.00 Gjald yngstu læknanna skiftist þannig: • Til Læknasjóðs ..................... kr. 10.00 Til Ekknasjóðs ..................... — 10.00 Til Læknablaðs (veittur 5 kr. afsl.) .. — 10.00 Kr. 30.00 Dr. Hclgi Tómásson: Legg til að Læknabl. sé haft sérstakt, svo að gjald fyrir það sé ekki innifalið í árstillagi. Lf. ísl. er fagfélag, og þarf því sterkan sjóð. Vil því hækka tillagið. Það er altaf erfitt að innheimta gjöld, og margir hafa aldrei greitt 5 kr. gjaldið. Það er þvi ekki sönnun fyrir því að gjaldið sé of hátt, þótt einhverjir borgi ekki. Aftur rétt að leyfa stjórn að gefa eftir af gjöldunum þeim, sem erfitt eiga með greiðslur. Kem þvi með svohljóðandi tillögu: „Árgjald Lf. ísl. fyrir 1932 verði kr. 100.00 á ári. Félagsstjórnin veit- ir þeim undanþágu, er henni virðist nauðs)-nlegt. Gjald íyrir Lbl. sé ekki innifalið í þessu árgjaldi.“ Bjarni Snœbjörnsson: Þegar nefnd fyrir 2 árum stakk upp á 100 kr. árgaldi, vakti það fyrir henni, að fá eins fljótt og auðið væri sterkan og óflugan sjóð, til þess að halda stéttinni saman sem best. Félagar hafa hlunn- indi fram yfir utanfélagsmenn. Enginn getur sagt, að 100 kr. árstillag sé of hátt. í öllum fagfélögum landsins er skatturinn mikið hærri, þótt tekj- ur meðlima sé minni cn okkar lækna. Þcgar sjóðurinn er stór, þá getur hann náð tilgangi sínum, og þá verða læknar fúsari að ganga í félagið. Menn hafa ekki borgað í hann eins fúslega og ella, vegna þess að þeir vissu ekki, til hvers átti að verja honum. Eg var í fyrra mótfallinn lækk- un úr 100 kr., en nú á að lækka enn meira. Held að þeir, sem láta sig muna um að borga 75 kr., trássist líka við að borga 60 kr. Þótt till. væri lækkað niður í 5 kr., ])á borga ekki allir. Styð þvi tillögu Dr. H. T. Það er lifsskilyrði, að fá alla héraðslækna í félagið, og því rétt að láta þá hafa mest not af sjóðnum, t. d. með því að láta hann kosta umferðalækni, er gæti ferðast milli allra héraðsl. Draumur þeirra margra er að geta lyft sér upp árlega,, og gæti slíkur uinferðalæknir, er ferðaðist milli þeirra, hjálpað þeim til þess, með því að vikariera fyrir þá. Laun hans þyrftu ekki að vera mjög há, því hann fengi praxis. Æskilegt væri, að rikissjóður kost- aði umferðalækni, en það verður sennilega ekki á næstunni. Ef árgjaldið er hækkað, er hægt að fá slíkan lækni strax á næsta ári, og sjá þá héraðs- læknar sér hag i því að vera ineð. Gjaldið er alls ekki ofvaxið læknum yfirleitt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.