Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1931, Page 28

Læknablaðið - 01.06.1931, Page 28
98 LÆKN ABLAÐIÐ Líka gæti komið til greina, aÖ sjótSurinn veitti læknum utanfertSalán, gegn tryggingu og afborgun. Yfirleitt má nota hann til margs, ef hann er stór, og að því verÖur að keppa, svo at5 hægt sé að gera það mikið fyrir félags- menn, að hagur sé að því að vera i félaginu. M. Júl. Magnús: Eg er sammála Dr. H. T., að best sé að halda Lbl. utan við félagssjóð, og láta það hafa sérstakan reikning. Hallast að, að lækka tillagið ekki mikið. 75 eða 100 króna árgjald næst yfirleitt eins vel inn og 5 króna áður. Að vísu eru 2000 kr. útistandandi, en það er ekki alt fyrir 1930, sumir skulda öll gjöld frá 1923. Þá vil eg minnast áj Arbókina. Gunnl. Einarsson á uppástunguna að henni. Hún er gefin út á sameiginlega ábyrgð Lf. ísl. og Lf. Rvíkur. Út- gáfan varð kostnaðarlaus, jafnvel afgangur. Æskilegt, að félagar athugi, hvort gefa skuli hana út áfram og greiða halla, ef með þarf. Eðlilegast, að Lf. ísl. kjósi ritnefnd. Æskilegt, að fá tillögur um, hvað í henni skuli standa. Magnús Pctursson: Lbl. var haft með í árgjaldinu, til þess að spara innheimtukostnað, en annars er eg ekki á móti því, að hafa það sérstakt. Við erum allir sammála um, að æskilegt cr að eignast peninga, en það þýðir þó ekki að hafa þær upphæðir á pappírnum, sem ekki nást inn, og er eg þvi á móti því, að hafa tillagið of hátt. Nú er yfirstandandi kreppa og því óvinsælt að hækka gjöldin. Rvíkurlæknar eru að vísu ekki á móti hækkun, en héraðslæknar hafa minni peninga umleikis, og j>ví verður að fara varlega í j)ví að leggja á j)á. Ágætt, að nota sjóðinn á ]>ann hátt, sem Bj. Snæbj. benti á, en ])að getur j)ó ekki komið að gagni nú. Gunnlaugur Einarsson: Vil ekki, að Ekknasjóður fái minna en 25 kr. árlegt tillag, helst 30. Nauðsynlegt að auka hann. Læknum fjölgar að vísu, en ekkjum og börnum fjölgar eins hlutfallslega. Próf. Guðnt. Hanncsson: Lítið hægt að gera með J/í vaxta af 10 jiús. kr. Umferðalækna þarf i framtíðinni, en j)eir þurfa að vera 4, ef hver héraðslæknir á að geta fengið fri í mánuð. Getum varla gert meira en ieggja grundvöll að fjársöfnun, betra að leggja sérstakt aukagjald á, ef nauðsyn krefur, og sérstaklega stendur á. Ríkissjóður ætti að sjálfsögðu að greiða laun umferðalækna. Steingr. Matthiasson: Eg vil ekki hringla til, með ársgjaldið frá j)ví í fyrra, það var miðlunarleið og best að halda þvi, til þess að gera öllum til geðs. Annars misskilningur, að gjaldið sé of hátt. Veiklar málstað okk- ar að hringla fram og aftur. Stjórn Lbls. verður að geta gengið að sinu fé, og er hægt fyrir gjaldkera að hafa sérstaka kontó fvrir það. Þ. Edilonsson: Innheimtan er slæm, vegna of hás gjalds. Er sammála Steingrími, að hafa það ekki hærra en 75 krónur. Er á móti, að fara að verja fé úr sjóðnum, þegar hann er 10 þús. kr., helst ekki fyr en hann er orðinn 50 þús. Sjálfsagt að skrifa um málið, til að vekja héraðslækna. Kem með svohljóðandi till.: „Tillag félagsmanna sé kr. 60.00. Askriftargjald Lbls. sé 15 kr., er greiðist með póstkröfu.“ Ingólfur Gíslason: Finst 75 kr. viðunandi, er á móti frekari lækkun. Rétt að ráðstafa útistandandi skuldum, sem leitt er að láta standa ár frá ári. Vil ekki missa Árbókina. Eðlilegast að Lbl. sé skilið frá og ritstjórn

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.