Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1932, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.11.1932, Blaðsíða 20
LÆKNABLAÐIÐ 162 tæki eru heppilegust? Hve lengi skal geisla sjúklingana? HvaÖa þýðing hefir pigment-myndunin ? Ber að forðast mikla pigment-myndun eða sækjast eftir henni? Hver er sú biologiska skýring á því, að ljósið læknar ýrnsa sjúk- dóma? Alt eru þetta mikilvæg atriði, sem bíða frekari vísindalegra rann- sókna og skýringa. Reynslan sýnist verða sú, að ámóta árangur fáist af sólskinslœkningum (heliotherapie) á láglendi, sem á fjöllum uppi. Við fljótlega heimsókn á sól- skinsspítalanum í Alton á Suður-Englandi, hjá Sir Hcnry Gauvain, virðist ekki siður bati af sólböðum við kirurgiskri berklaveiki, heldur en hjá Rollicr í Leysin í Alpafjöllunum, sem er í álíka hæð og þúfurnar á Snæfellsjökli. Sir Hcnry, sem jafnframt Sir Leonard Hill er áhugasamasti sólskinslæknir á Englandi, er nú að bæta allstórri býgging við spítala sinn. — Fyrir þá sent áhuga hafa á byggingamálum má geta þess, að gluggar eru allir úr járni, en hurðir úr tvöföldu stáli, jafnt útidyr, sent hurðir innanhúss. Veggir á göng- um og sjúkrastofum eru lagðir gleruðunt hellum. Frá Frankfurt arn Main er stutt að fara til Hanau, til þess að skoða verk- smiðjuna hjá Quartslampengescllschaft, sem margir læknar munu kannast við. Frá þessum stað eru kvartslampar notaðir víðsvegar um heim. Ber þar margt fyrir augu, en einna furðulegast er að sjá hvernig kvartsbrennararnir eru blásnir út úr bergkristalli. I tilefni af starfsafmæli verksmiðjunnar hef- ir verið boðin á markaðinn ný gerð af kvartslampa, sem hefir hlotið nafnið „Jubilaums-modeir, og sýnist sérlega hentugur til staðgeislana. Kvikasilfur er mjög lítið í brennaranum, og brothætta því hverfandi, við flutning. Kveik- ingin er líka hentug; brennaranum ekki hallað, en kveikt sem við venjuleg rafmagnsljós. Sem nýjung má líka nefna kvartslampa til geislunar á berklaveiki i barka- kýli — „Kchlkopf-Quarslampe nach Dr. Cemach, Wien“. Lampinn er lag- aður sem boginn fingur, og færður niður í larynx. Er trúlegt að mikill feng- ur sé að þessu áhaldi fyrir laryngologa og heilsuhælislækna, til directe geisl- unar á aftari larynxvegg, reg. arytaenoidea og raddböndum. Loks hefir „Quartslampengesellschaft'* komið fram nteð nýjan, lítinn Sollux-lampa — „Sollux-Klcinstrahler“, sent er ætlaður til geislunar á hlust- inni, við otitis media. Ennfremur er mælt með þessum lampa til staðgeisl- unar við furunculosis o. fl. Siemens-verksmiðjan hefir á boðstólum Kadmium-\ampa, en ekki hefir hann rutt sér rnjög til rúms. Diatlicrmi var áður mest notuð við gigt og skylda sjúkdóma, en á síðari árurn hafa skurðlæknar og húðsjúkdómalæknar mjög tekið að nota elektro- coagulation með diathermi. Illkynjuð mein eru numin burtu með þessum áhöldum, og er eg ekki í vafa um, að kirurgisk diathermi verði tekin upp hér, meira en orðið er. Með þessu móti er aðgerðin blóðlaus, því electro- coagulationin sér um það; en jafnframt eru talin meiri skilyrði til radikal aðgerðar á meinunum. A húðsjúkdóma-deildum — a. m. k. i Þýskalandi — er diathermi talsvert notuð við exstirpation á vörtum, húðfibromum, lupushnútum og tattóvering- um; við aðgerð á hypertrichosis o. f 1., og vona eg, að á næstunni verði hægt að taka upp þessar aðgerðir á Landspítalanum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.