Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.1932, Qupperneq 46

Læknablaðið - 01.11.1932, Qupperneq 46
i88 LÆICNABLAÐIÐ Umhverfi brunans og brunasvæðið, þar sem húð er heil, er hreinsað með spiritus. Klipt ofan af blöðrum. Síðan er 5% vatnsuppl. af acid. gallo- tann. (nýtilbúin!) borin á brunann með mjúkum kamelhárpensli hvað eftir annað, þangað til hvitt coagulum myndast á fleiðrum og sárum. Sviðinn hverfur við þetta. Síðan er margföld grisja, vætt í upplausninni, lögð yfir brunann og bindi yfir hana. Næsta dag eru umb. bleyttar upp með upplausninni og teknar af. Upplausnin er pensluð á sárið og látin þorna áður bundið er um. Þriðja daginn er garfarasýru-collodium borið á alt svæðið. Aðrir gefa þá forsögn að láta grisjuklútinn, sem vættur var í uppl., liggja við í 1—2 sólarhringa, hafa síðan sárið bert, vernda það að eins fyrir öll- um núningi. — (Lancet 8. okt. 1932). G. H. Marmite við anæmia perniciosa. Marmite er einskonar matarbætir búinn til úr geri og auðugur af B-vita- mini. Goodall, enskur læknir, hefir notað Marmite við anæmia perniciosa og gefist ágætlega. Skamtur: 1 teskeið þrisvar á dag, hrært sundur í vatni eða smurt á brauð. Eftir að bati er fenginn 1 teskeið tvisvar á dag. — Ein- falt er þetta og ódýrt ef einhlítt reynist. — (Lancet 8. okt. '32). G. H. Laparoscopia. Dr. Kalk (Berlín) hefir fundið upp álitlega aðferð til þess að rannsaka peritoneum og liffæri í kviðarholi. Ástunga er gerð með vænum troicart, lofti blásið inn í kviðarholið og síðan fært inn laparoscop, verkfæri svipað cystoscop. Má furðanlega sjá peritoneum og líffærin. — (J.A.M.A. 24. sept. 1932). G. 'H■ Fr éttir. Högni Björnsson hefir verið skipaður héraðslæknir í Ögurhéraði frá 1. jan. 1 Ólafur Ólafsson, læknir í Stykkishólmi, er nýfarinn utan. Valtýr Valtýs- son gegnir héraðinu á meðan. Sigurður Magnússon, læknir í Ólafsfirði, er nýfarinn utan. Kandidatastöður eru lausar á Kristnesi og Nýja Kleppi, sbr. auglýsing- ar hér í blaðinu. Afgreiðsla Lbl. Af henni lætur nú hr. Þorv. Jónsson, en Rannsókna- stofa Háskólans annast hana frá áramótum. Þeir, sem eiga ógreitt Lbl. fyrir síðastl. ár, eru vinsamlega beðnir að senda þangað sem fyrst árs- gjaldið, 25 krónur. Innheimtu og afgreiðslu Lbl. annast Rannsóknastofa Háskólans, Rvík. Félagsprentsmiðjan.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.