Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1936, Síða 7

Læknablaðið - 01.03.1936, Síða 7
LÆKNABLABIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: HELGÍ TÓMASSON, IIALLDÓR HANSEN, SIG. SIGURÐSSON 22. árg. Reykjavík 1936. i thl ■SphiinQÍH. nutfya..- ofy sIc&l^u^úMuVlSóJl. Eftir ólaf Lárusson, héraöslækni í Vestmannaeyjum. Um leiÖ og sárin springa, skell- ur slíkt fárviðri á sjúklingana í meginþorra allra tilfella, að ])eir kastast niöur í kvalafullu neyöar- ástandi og geta enga björg sér veitt; ske'Öur þetta jafna'ðarlegast í einu kasti. Jafnvel þó að sjúkling- urinn geti verið uppi hangandi stutta stund, eins og skrifstofumaðurinn, sem datt eins og hann væri skot- inn niður á skrifstofugólfið, en staulaðist svo heim allur í keng, með þvi að halda fast um bringspalir, eða sjómaðurinn, sem kom til mín gangandi heim neðan frá sjó, en allur í keng eftir n tima frá því að sárið sprakk, má þó þegar sjá á þessum sjúklingum, að þeir eru mjög alvarlega veikir, þó slotað geti ögn skömmu eftir mestu kviðuna, sem engum má þó villa sýn á yfir- vofandi lífshættu og áframhaldandi neyð, enda ber dauðann tíðast að eftir 2—3 daga, ef ekkert er að gert til þess að bjarga sjúkl. úr hættunni. Því miður munu læknar sjaldnast, sist með löngum fyrirvara, geta spáð því, hvenær slíks er að vænta á sjúkl., sem haldnir eru af þess- um sárum, þó grunur geti stund- um leikið á, að slíkt sé i aðsigi (état de perforation menacante). Á hinn bóginn geta þeir, ef þeir vita hvað um er að ræða, séð endann í upphafi; þeir vita fyrir víst bráð- an bana sjúklinganna í 95 tilfellum af hverjum 100, ef ekki er viðstöðu- laust hafist handa. Lífsbjörg sjúk- lingsins er fólgin i handlæknisað- gerð, en hana má telja því öruggari og vissari, sem hægt er að koma henni fyr við, eftir að sárin eru sprungin; 8—9 af hverjum 10 sjúk- lingum, eða jafnvel öllum, má bjarga innan 6 klst., en siðar fer þeim hröðum fetum fækkandi, og eftir 12 klst. eru batahorfur 1:5, og minka svo á næstunni, að vart er um bata að ræða eftir fullan sólar- hring. Svæfing á slíkurn sjúkl. er þeim og lækninum þegar dýrmæt, til þess að losa þá við sárar kval- ir. Til allrar blessunar er jafnaðar- lega auðvelt að greina þennan kval- arfulla sjúkdóm og að fá vitneskju um, hvers eðlis hann sé. Tíðleiki og orsakir. Er það títt, að maga- og skeifu- garnarsár springi? Best mun vera

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.