Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1938, Page 13

Læknablaðið - 01.09.1938, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 75 hjá riiér og hinum, en í ööru lagi tel eg eigi sennilegt, a'ö eg hafi tekið þeim neitt fram í diagnose. Farsóttin 1935 var í engu vægari en 1924, en af skiljanlegum ástæö- um mun minna útbreidd, og þeir, sem dóu og verst uröu úti, fæddust eða fluttu í bæinn eftir 1924. Eg sá engan sjúkl. 1935 með abortiv mænuveiki, heldur mjög þungt haldna flesta, þótt eigi paralys- eruðust fleiri. Meðan svo er ástatt, að vér læknar erum eigi betur á vegi staddir gagnvart mænusótt en nú erum vér, þá fæ eg eigi betur séð, en vel sé vert að nota hexamethyl- entetrámin, að minsta kosti með R. S.; vér eigum, enn sem stendur, ekki völ á öðru betra. Þaö, sem mestu varðar fyrir ís- lenska lækna, ekki síst utan Reykjavikur, er aö hafa „spine sign“ og önnur cardinalsymptom í huga, þvi enn um nokkurt skeið verðum vér aö diagnostisera að modum Hippokrates, en á skjótri diagnosis og fljótri aðgerð veltur alt í poliomyelit. ant. ac. cytolo- giskt verificera svo þeir, sem þess eru umkomnir, diagnose sína eftir á. Að lokum vildi eg minnast dálítið á sauðf jársjúkdóm eirin, er Sigurður E. Hlíðar getur um í bók sinni: „Sauðfé og sauð- fjársjúkdómar á íslandi". Sjúk- dómurinn er riða. Eg benti Hlíðar á, að sumt væri það, er mælti með því, að riða gæti verið infektions- sjúkdómur, ef til vill skyldur polio- myelitis. Hann gerði eina smitun- artilraun með mænuvökva og varð hún positiv. Þar við sat. Annar sauðfjársjúkdómur er tilnefndur í þessu riti Hlíðars: „Louping ill“ (Encepholbmyelitis). Þetta er vir- ussjúkdómur, algengur á Skot- landi. Um þenna sjúkdóm ritar W. S. Gordon í Brit. med. Jour- nal, 3828, 1934 og gerir saman- burð á jhonum og poliomyelitis ant. ac. Víst er um það, að margt er likt með þessum sjúkdómum, en annað skilur, svo sem það, að contact-sýking verður eigi við „louping ill“, heldur ber ixodes ricinus (sem stundum ásækir menn) veikina í féð. Eins og eg áður hefi tekið fram, er þessi sýk- ingarmáti óþektur við polimyelit- is. Þá heldur Hlíðar því fram, að margt mæli með þvi, að riða og „louping ill“ sé sami sjúkd., og má vel vera að svo sé. Ennfremur segir Hlíðar: „Eg sjálfur hefi nú um nokkur ár haldið að eitthvert samband mundi vera á milli riðu í sauðfé og barnalömunar í mönn- um“. Af hverju Sig. E. Hlíðar dregur þessar ályktanir er mér ó- ljóst; grein Gordons gefur eigi á- stæðu til þess, og eg sé ekkert það í Hlíðars bók, er bendi í þá átt. Hitt er annað mál, að nokkur á- stæða er til að gefa þessu máli gaum, þar sem „Louping ill“ og poliomyelitis eru svo nauðalíkir sjúkdómar. En ekki styrkir það þá skoðun, að beint samband sé milli „louping ill“ og poliomyelitis, að serum sveitabúa er þriðjungi veikara að virulicid krapti en bæj- armanna, og að poliomyelitis legst yfirleitt þyngra á í sveitum en í bæjum. Æskilegt væri, að þetta mál yrði rannsakað nánar, en eigi látið sitja við orðin ein. V. St. Heimildarrit: Heilbrigðisskýrslur 1935. Steingr. Matthíasson: Norsk Magas. f. Lægevidensk. 1932, s. 949. Jungeblut & Thompson: Imm. Allergie und Infectionskrankh. 1931 B. III. Heft 1—3.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.