Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1938, Qupperneq 18

Læknablaðið - 01.09.1938, Qupperneq 18
So LÆ K N A B LAÐ I Ð ingsmál kæmi fram á milli aðal- funda, sem tæki til geröardóms codex ethicus, þá væri hann ekki nothæfur og þyrfti því aö breyta honum til bráöabirgöa, þar til nefndin, sem kosin var meðal ann- ars til þess að endurskoöa hann, hefði lokið störfum sinum. Því vildi hann bera fram eftirfarandi bráðabirgöabreytingartillögu frá laganefndinni (Magnús Pétursson, Valtýr Albertsson, Óskar Einars- son) : „Fyrstu 6 málsgreinir io. grein- ar orðist þannig: Ágreiningur lækna, eða stéttamál milli lækna eða læknafélaga, sem eigi verður jafnaður á annan hátt. skal skjóta til gerðardóms. í gerðardómi sitja 5 menn. Einn kýs læknadeild Háskólans og er hann formaður dómsins. En 2 kýs Læknafélag fslands, og skal ann- ar þeirra vera héraðslæknir. Þá kýs málspartur einn lækni i dóm- inn og skal hann vera i Læknafé- lagi íslands. Varamenn skulu kosnir jafnmargir af sömu aðilj- um. Þeir taka sæti í dómnum, ef dómara er rutt eöa hann forfall- aður. Allar kærur og erindi til gerðardómsins sendist formanni. Fari annarhvor málspartur fram á það, hefir hann rétt til að rj'ðja einum hinna föstu dómenda úr dómnum. Tekur þá sá varamaður sæti í hans stað. er dómurinn kveður til þess. Nú er formanni rutt og velur dómurinn sér þá for- mann“. Sigurður Sigurðsson benti á það. að ef deila kæmi upp milli L. í. og einhvers annars læknafé- lags, þá kærni L. í. til með að ráða 3 mönnum í dómnum. 'JBreytingartillögurnar voru sam- þyktar með öllum greiddum at- kvæðum. Þá var kosið í gerðardóm, co- dex ethicus, til eins árs. Þessir voru kosnir: Matthías Einarsson og Árni Árnason. Til vara: Bjarni Snæ- björnsson og Þórður Edilonsson. 9. mál. Næsti fundarstaður: Stjórninni falið að ákveða fundarstað fyrir næsta aðalfund. 10. mál. Samþykt að hafa árgjaldið sama og verið hefir undanfarin ár. 11. mál. Formaður fór fram á leyfi fund- arins að gefa skuldugum félags- mönnum eftir skuldir þeirra við félagið. Sanrþykt i einu hljóði. 12. mál. Maggi J. Magnús. — Erindi: ..Holdsveikraspítalinn 40 ára“. Er- indið, sem var mjög fróðlegt, var þakkað með lófataki. Var þá dagskrá lokið, en fund- arstjóri tók til máls og ávarpaði fundarmenn nokkrum orðum, þakkaði góða fundarsókn, einkum lýsti hann ánægju yfir þeim fjölda utanbæjarlækna. sem sótt hefðu fundinn. Að svo mæltu sleit hann fundi kl. 23,30. Þórður Edilonsson (Sign.) Karl Sig. Jónasson (Sign.) Þetta ágrip er sarnið af fund- arriturunum, þeim læknunum Páli Sigurðssyni og Karli S. jónassyni. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.