Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 11
LÆKNAB LAÐ IÐ \2X einkenni upp á botnlangáblógu. ÍBlótSmyndin (nr. 6 í töflu 3), sjá ennfremur mynd 2) sýndi tals- verða fjölgun á hv. blóðfrumum með mikla stafkjarnabreytingu, monocytosu og fækkun á eosino- filu frumunum. Vegna monocytos- unnar og þess, að sjúkd. var búinn að standa á 3 daga, aíréð eg að nota koncervativa meðferð við sjúkl., þrátt fyrir hina miklu staf- kjarnabreytingu. Eg áleit sem sé af blóðmyndinni (monocytosunni), að kastið væri að líða hjá og að heppilegra væri að láta operation bíða betri tíma. Eg skal samt játa, að það er mjög vafasamt, hvort rétt sé, að nota koncervativa með- ferð við appendicitis, þar sem um jafn mikla stafkjarnabreytingu er að ræða. Sjúkl. heilsaðist vel, £oJm Lr'l* •J Mynd 2. hann var orðinn algerlega hita-, verkja- og eymslalaus 2. nóv., en eins og sést á mynd 2, þá er ennþá mikil stafkjarnabreyting (42%) á- samt byrjandi „lymfocytáre, eo- sinophile Heilfase" — endurbóta- stigið, sem nær hámarki 4. nóv. 6. nóvember er sjúkl. áframihald- andi alveg einkennalaus, nema hvað ennþá helst talsverð staf- kjarnabreyting. Hann var orðinn órólegur að liggja svona algerlega frískur að honum fanst og þar sem ekki voru önnur einkenni en staf- kjarnabreytingin, senr mér var þá ekki ljóst hve nrikið væri leggj- andi upp úr, samanboriö við hin einkennin, þá leyfði eg honurn fótavist. Honum heilsaðist vel á fótum og 11. nóv. kom hann til mín og sagðist geta fengið atvinnu við sendistörf og hvort sér væri það ekki óhætt. Við skoðun reynd- ist hann alveg einkennalaus, nema hvað ennþá hélst nokkur staf- kjarnabreyting (13%), svo eg leyfði honum það. Þegar hann var búinn að vera 5 daga í atvinnunni, fékk hann kast aftur og var þá samstundis skorinn upp. Botn- langinn reyndist rnikið skemdur. Af þeirri reynslu, sem eg siðar hef fengið af blóðmynd. álit eg engan vafa vera á því, að bólgan hefir alls ekki verið horfin úr botnlanganum 11. nóv. og að síð- ara kastið hafi að eins verið upp- blossun á henni, en ekki ný infekti- on. Þessi sjúkrasaga sýnir glögt hve næmt einkenni blóðmyndin er, þegar um þannig lagaðar infekti- onir er að ræða, og ættu læknar aldrei að láta hjá líða að gera þá rannsókn, ef svo skyldi standa á, að sjúkl., sem væri nýbúinn að fá botnlangabólgu ætlaði í ferðalag eða þ. u. 1. Einnig ætti eftir upp- skurði altaf að taka blóðmynd, ef minsti grunur er um, að ekki sé alt með feldu, því hún getur oft gefið mikilvægar bendingar um, hvort um infektion sé að ræða, og það þó að hvorki hiti eða puls gefi tilefni til að álíta að svo sé. Eg ætla i þessu sambandi að citera sjúkrasögu, eftir v. Schilling: Sjúkl. hafði verið skorinn upp við nárakviðsliti. Sjúkl. heilsaðist vel, var alveg hitalaus og skurðurinn gréri vel. Á n. degi eftir upp-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.