Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1938, Page 17

Læknablaðið - 01.12.1938, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 12 7 Sauoárkrókshéraði, veitt lausn frá embætti frá næstu áramótum. Helgi Ingvarsson, aÖstoðarlæknir á VífilsstöÖum, skipaður yfir- læknir ])ar frá næstu áramótum. Karl Magnússon, héraðslæknir í Hólmavíkurhéraði, settur til að þjóna Reykjarfjarðarhéraði á- samt sínu héraði frá I. des. Óskar Einarsson, yfirlæknir við Reykjahælið, ráðinn aðstoðar- læknir á Vífilstöðum frá næstu áramótum. Úr erlendum læknaritum. Pruritus ani. Harry E. Bacon skýrir frá með- ferð sinni á pruritus ani og hefir hann notað hana við 133 sjúkliriga. Meðferðin er fólgin í ]iví, að þri- destilleruðu vatni er dælt undir húð- ina á staðnum. Eftir-rannsókn á sjúklingunum leiddi í ljós, að eft- ir 2/—3 ár, var enn um greini- legan liata að ræða hjá 94,3% hinna sjúku og voru sumir þeirra alger- lega lausir við einkenni. Þykir mér rétt að gefa nákvæma lýsingu á aðferðinni: Sjúklingurinn er látinn liggja á vinstri hlið, hálfgert á grúfu. Sá bletturinn, þar sem kláðinn er mest- ur eða húðbólga mest, er valinn fyrst og svæðið hreinsað með alko- hol, sem strax er þerrað af. Rétt utan við kláðasvæðið er smáblett- ur hreinsaður með alkohol og joð- áburði, sem er ])ó þveginn af aft- ur með alkohol. Þar er húðin deyfð með 1% procain-upplausn, og síð- an er dælt 1 ccm. af i°/c procain- upplausn undir húðina á kláðasvæð- inu. Nota skal til þessa granna, ca. 8 cm. langa nál og er hún skilin eftir in situ. Þegar dofið er orðið, er 10 ccm. af þrí-destilleruðu vatni dælt hægt inn undir þann hluta kláðasvæðísins, er taka skal fyrir í það sinn. Eftir 3—4 daga er næsti blettur tekinn fyrir og þáfinig koll af kolli, uns umferðin er búin. Venjulega nægja 8 inndælingar, en halda skal áfram, ef þörf gerist. Höfundur notaði 5 ccm. af vatni í stað 10 í um helming tilfellanna. (General Therapeutics 1937, ref.: J. Sæm.).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.