Alþýðublaðið - 18.11.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.11.1919, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 atkv. Hann hafði fyrir kjördag tekið aftur framboð sitt. í Mýrasýsln kosinn Pétur Pórðarson í Hjörsey með 246 atkv., Davíð Þorsteinsson fekk 168 atkv. Atkvæði verða í dag talin í 'Vestur-ísafjarðarsýslu og líklega 'viðar. í Dalasýslu verður talið á morgun, en í Eyjafjarðarsýslu að sögn ekki fyr en næstkomandi mánudag. Xoli konunpr. Eftir Upton Sinclair. Fyrsta bók: Riki Kola konungs. (Frh.). „Nú jæja, þér skuluð bara reyna“, mælti hún ögrandi, „þér hafið ekki minsta grun um það, hvernig lífinu þar er háttað. Þar eru ekki aðrir en Grikkir, Japanar, Itússar, Ungverjar og annað því um líkt hyski. Þér getið ekki haldist þar við svo mikið sem eina dagstund": aJá, reyna vil ég þaö. Gerið svo vel og vísa mér til vegar, ef Þér eruð svo kunnug". En konan vildi nú fá að vita sitt af hverju. „Og hversvegna ætlið þér endi- lega til Pine-Creek námanna?" „Já, það veit eg eiginlega ekki. Eg hef heyrt um þær talað. Eg á þar vin“. Það var í raunJnni satt, að hann hafði kosið hana af handa- hófl, er hann fór yfir listan, sem á voru skrifuð nöfn þeirra 25—30 náma, sem General Fuel Com- pany átti, og Pétur gamli Harr- igan stjófnabi. Annað hvoit var, að konan vissi eigi hvar vegurinn lá, eða hún vildi eigi segja manninum þab. En er hann sat að morgun- verði, heitum kaffibolia og matar- bita, fékk hann að vita hvar veg- urinn lá. Lánið lék svo við hann, að hann fékk að sitja í vagni, sem fór beina leið til Pine-Creek- dalsins og þá átti hann íyrir hendi tuttugu og þriggja rasta göngu. Vörur sínar eiga menn að kaupa f Kau píélagi "Verkamanna. Langaveg Í3Í3 A. Sírai 7S8. Morguninn var fagur og himin- inn heiður. Svo var að teiga fjallaloftið sem vín væri. Hallur Warner var í svo góðu skapi, að á leiðinni söng hann hástöfum braginn urn Pótur Harrigan og kolanámu hans. í buxnavasanum voru þrír dalir og tíu saumaðir milli fóðra og þá skyldi að eins nota, er að þrengdi. Ef mynda- smiður hefði tekið af honum hrað- mynd þennan morgun, mundi hann ef til vill hafa skartað, sem „mynd af námumanni", í árs- skýrslu „National Civic Federat- ion“. Um miðdegisskeið kom hann að aflstöð einni, þar sem vatnið í bergvatni einu var gert að afli til reksturs námanna. Byrjað var að leggja nýja leiðslu og stóð þarna því tjald handa nokkrum verkamönnum, sem voru þar að vinnu. Þar sem etinn var mið- degisverður varð hann að borga 35 cent’s fyrir fram. Þarna sátu menn af 22 Þjóð- flokkum. Ekkert hljóð rauf þögn- ina, utan suða ótölulegs flugu- fjölda, er sveimuðu þarna fram og aftur. Menn létu sér nægja að kinka kolli til aðkomumannsins, ella virtust þeir eigi gefa honum hinn minsta gaum. Hann saddi sig sem hann bezt gat og hólt siðan leiðar sinnar. Leiðin var nú öll á brekkuna, og fékk hann nú að kenna á því, hve þunga skó hann hafði á fótunum. En hann nam eigi staðar, utan einu sinni, og er sól hneig, var hann kom- inn að takmarkinu — grindahliði er girti veginn. Á það var skráð: Pine Creek Coal Co. Einka eign. Aðgangur bannaður. Hallur færði sig nær hliðinu, sem lokað var með hengilás. Er hann hafði staðið kyr nokkra hríð, spyrnti hann fæti í það. Maður nokkur kom út úr varðstöðvar- , klefa innan hliðsins. „Hvaða erindi eigið þér?" spurði hann. „Eg vil komast inn“, sagði Hallur. „Eg er að leita mér vinnu“. „Hvaðan komið þér?“ „Frá Pedro". „Ilvar hafið þór unnið?" Hallur var eigi viðbúinn þessari spurningu. Hann hafði verið svo barnalegur, að koma án þess að vera undir það búinn að segja sögu sína. Allir höfðu sagt, að erfitt reyndist að fá námamenn, og félögin sæktust mjög eftir mönnum. Hann hafði þess vegna haldið, að sterkur maður þyrfti eigi annað en berja að dyrum, þá yrði honum hleypt inn. „Eg hefi aldrei unnið náma- vinnu fyr,“ svaraði hann. „Hvar hafið þér þá unnið?“ „í nýlenduvöruveizlun". „Hvaða nýlenduvöruverzlun?“ „Petersen og Co. í Western City“. Yörðurinn gekk nær hliðinu og starði á hann út um grindurnar. „Hæ, Bill!“ kallaði hann, og annar maður kom út úr varð- klefanum. „Hórna er mannskepna, sem segist hafa unnið í nýlendu- vöruverzlun og vill fá vinnu“. „Hvar eru skjöl yðar“, spurði Bill. „Þeir vildu ekki gefa mér nein“, sagði Hallur. „Það er ekkert bogið við mig. Eg geri mér að góðu hvaða vinnu sem er. Lofið þér mér að komast inn, þá skuluð þér ganga úr skugga um það, að eg segi satt“. En þeir virtust ekki vera á því að opna. Bill virti hann hugsandi fyrir sór frá hvirfli til ilja. Það var fyllilega auðséð, að Hallur vakti tortrygni. Hann sá fólagana líta hvor á annan, og síðan svar- aði Bill: „Yið þörfnumst engra manna“. %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.