Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1940, Side 11

Læknablaðið - 01.05.1940, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 69 + Georg Georgsson læknir Georg Georgsson læknir andaö- ist á sjúkraskýlinu í Sandgeröi þann 29. mars 1940. Sjúkdótns þess, Mb. cordis, sem dró hann til dauSa, hafSi hann þegar kent i mörg ár — fékk liann þá veiki upp úr hrakningum, er hann lenti í, i læknisferð í FáskrúSsfirði, þar seni hann lengst af var héraSs- læknir, — lá hann þá rúmfastur lengi vetrar, komst hann samt á fætur og tók aS gegna störfum sem fyr, en sá fljótlega, aS þaS mundi ekki fært og sagSi svo af sér embætti 1933 og fluttist til Reykjavíkur. Eftir aS hingaS kom kendi hann sjúkdóms sins þráfaldlega, en létti þó jafnan viS strophantin- kur og bjó einatt aS því um skeiS. Rúmum hálfum mánuSi fyrir and- látiS veiktist hann á heimili sínu í Keflavík — fékk væga lungna- bólgu —, en var nú kominn á fæt- ur fyrir fáum dögum og ætlaSi aS dvelja nokkra daga í sjúkra- skýlinu í SandgerSi — taldi sig hafa meira næSi þar en heima — en þar dó hann aS kvöldi annars dags er hann var fyrir skömmu háttaSur. HafSi þó veriS vel hress þessa daga. Georg heitinn var fæddur 13. á- gúst 1872 aS Krossnesi i Eyrar- sveit, sonur Georgs Thorsteinsson bónda og konu hans. Fluttust þau síSar til Akraness og ólst hann upp hjá þeim meSan faSir hans lifSi, en síSan hjá BöSvari kaup- manni Þorvaldssyni. Hann útskrifaSist úr latínuskól- anum 1894 og af læknaskólanum 1898 meS ágætri I. einkunn úr báSum skólum. Eftir árs dvöl i Kaupmannahöfn og Berlin varS liann læknir á Mýrum, en ári síS- ar, 1900, var honum veitt Fá- skrúSsfjarSarhéraS og gegndi hann því til ársins 1933; flutti hann þá til Reykjavikur og var hér árlangt, en leiddist aSgerSar- leysiS og fór því aS stunda lækn- ingar i Keflavík og flutti þangaS alfarinn nokkru siSar, féll honum þar vel — þorpiS nokkuS mann- margt og því ekki erfitt aS ganga á milli húsa, en út úr þorpinu allt- af fariS i bíl. ÁriS 1904 var fullgerSur stór spítali (30 rúm), er Frakkar létu snu'Sa á FáskrúSsfirSi — áSur hafSi veriS þar sjúkraskýli St. Josephssystra — og Georg veriS læknir þess. VarS hann nú spítala- læknir. — Á þeim árum var sjó- sókn Frakka mikil hér viS land,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.