Læknablaðið - 01.05.1940, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ
75
miðað eingöngu vi'S þá sjúklinga,
sem deyja úr ýmsum sjúkdómum
ö'Örum en berklaveiki. Meiri hlut-
inn hefir veriÖ úr Rvik, en töluvert
utan af landi, svo a8 búast mætti
við að berklamenjar fyndust frek-
ar ofan en neðan við meðaltal alls
landsins, þar sem smitunar er frek-
ar að vænta í fjölmenninu.
Eins og við höfum séð, benda
krufningarnar, að svo miklu leyti,
sem dæmt verður út frá þeim, ein-
dregið í ])á átt, að töluverður hluti
landsmanna sýkist aldrei af berkl-
um. Til þess að fá sem réttasta
hugmynd um þetta hlutfall, getum
við athugað hvað menjar um berkla
hafa fundist hjá mörgum að frá-
dregnum öllum þeirn, seni dáið hafa
úr berklaveiki.
Tafla 10. Berklamenjar í l>eim, sem
ekki dóu úr tbc.
Aldur Tbc + 0/ /0 Tbc -í- 0/ /0
0-5 1 5.88 16 94.12
6-10 0 0 6 100.00
11—20 9 39.13 14 60,87
21—30 22 44.00 28 56.00
31-40 29 50 00 29 50 00
41—50 30 46.87 34 5313
51 - 60 26 40.62 38 59 38
61-70 29 46.77 33 53.23
71—90 13 36.11 23 63 89
159 418 221 58.2
Þessi tafla gefur auðvitað ekki
rétta hugmynd um útbreiðslu berkla-
sýkingarinnar, úr því að frá eru
dregnir allir þeir, sem dáið hafa
úr berklunum, og þeir eru margir,
en þetta eru minimumstölur, sem
víkja því meira frá raunveruleik-
anum, sem fleiri deyja i aldurs-
flokkinum, en því minna, sem
fleirutn batnar berklasýkingin, svo
að þessum tölum skeikar langmest
í yngstu aldursflokkunum.
Eins og tafla i ber með sér, þá
benda krufningarnar til að ekki séu
góðar horfur fyrir þau börn, sem
sýkjast á unga aldri, þar sem við
finnum að heita má aldrei gróna
berkla í börnum innan 10 ára. Það
er síst vandameira að finna berkla-
menjar í börnum en fullorðnum,
svo að það er engin ástæða til að
ætla að okkur hafi frekar sést yfir
berklabreytingarnar í börnunum.
Tölurnar eru auðvitað lágar, og því
getur tilviljunin ráðið nokkuru, en
það er ekki ástæða til að halda, að
hún ráði meiru i lægstu aldurs-
flokkunum en þeim hæstu.
Það er fljótséð, að tölur okkar
sýna miklu lægri berklasýkingar en
ætla mætti eftir tuberculinprófun-
um, sem gerðar hafa verið. Börn-
in, sem hér koma til krufningar, eru
langflest úr Reykjavík og liggur
því næst að bera tuberkulintölur
þaðan saman við það, sem við höf-
um fundið. Samkv. skýrslu um skoð
anir skólabarna 1936 hafa berkla-
próf i Reykjavik reynst eins og sést
af töflu 11.
Tafla 11. Tuberkulinpróf
í Reykjavík 1936.
rt 'rt N rt 'rt 00 rt *rt 0 e 'rt 0 rt ■rt •rt w rt t_ 'rt r*o
Tuberkulin + % „ » » 20 18 30 35
Því miður höfum við ekki hlið-
stæðar tölur frá krufningunum, þar
sem tilfellin eru enn svo fá, en að
svo miklu leyti sem séð verður, eru
okkar tölur lægri. Og sérstaklega
benda okkar tölur til þess, að prog-
nosis fyrir berklaveiki á barnsaldri
sé miklu verri en alment er talið,
og ég vil bæta við, miklu verri en
ldinisk reynsla bendir til. Við finn-
um líka miklu færri sýkta af berkl-
um heldur en fundist hefir víðast