Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 121 Er sullaveikin að liverfa á íslandi? Eftir próf. N. Dungal. Erindi flutt á Læknaþingi 1942. Eins og allir vita eru sullirnir eitt af þvi fáa, sem fslendingar liafa getið sér frægö fyrir, og þa'ö er óhætt aö segja, aö hinn stóri er- lendi læknaheimur viti litiö um okkur út íyrir þaö, aö viö séum sullaveikir sóöar. Þaö er leiöinleg'. fyrir okkur aö lesa í þeirri kennslu- bók, sem er einna víökunnust og bezt í parasitologi*), aö sullaveik- in sé útbreiddust í löndum eins og fslandi, þar sem sóöaskapnum ss viö brugöiö. En hitt er líka óviökunnanlegt fyrir okkur, aö geta ekki gefiö nein greiö svör, þegar spurt er um hve útbreidd sullaveikin sé og hafi ver- iö í landinu. Viö getum ekki bent á neinar nákvæmar tölur, sem segi til um útbreiöslu veikinnar i land- inu fyr eöa síðar. Einustu tölurn- ar, sem unnt hefir verið aö treysta, eru skýrslur lækna um handlækn- isaðgerðir á veikinni. Þær gefa auövitað til kynna hvort veikin færist í vöxt, eöa fer þverrandi, en út úr þeim fáum við samt enga ákveðna vitneskju um hve útbreidd sullaveikin er meöal fólksins. hvaö ntargir sýkjast raunverulega af sullum, án tillits til þess, hvort þeir þurfa aö leita lækninga viö veik- inni eöa ekki. Áður en eg fer lengra ætla eg aö geta úm þær tilraunir, sent gerð- ar hafa verið áöur til að áætla útbreiðslu sullaveikinnar í landinu. Schleisner1) giskaði á, að 7. hver maður á íslandi væri sullaveikur (um miðja 19. öld). Hann bar Jón Thorstensen landlækni fyrir þess- *) Eftir E. Brumpt. ari ágizkun, en ekki hefir íundizt neitt í ritum Thorstensens, sem gef- ið gæti upplýsingar um, á hverjum sú ágizkun væri byggö. Schleisner áleit þessa ágizkun nærri lagi, og styrktist í þeirri skoöun viö aö telja saman 2600 sjúklinga úr skýrslunt íslenzkra lækna. Af þeim var 8. hver talinn meö lifrarveiki. En af 327 sjúklingum Schleisners haföi fyllilega 6. hver súllaveiki. Guömundur Afagnússon taldi svo margt við þessar ágizkanir að at- huga, að hann vildi fullyrða að ekki væri mark á þeim takandi, og hélt aö þessar háu tölur næöu engri átt. Sullaveikin heföi aldrei verið svo útbreidd, sem því næmi. Þessar ágizkanir Thorstensens og Schleisners komust í erlent tímarit og hafa til skamms tima verið þaö eina, sem heimurinn hef- ir vitað um útbreiðslu veikinnar hér. Jón Hjaltalin gizkaöi nokkru seinna á, aö 5. hver maður á Is- landi dæi úr sullaveiki. Hann her Jón Thorstensen fyrir því. að hann hafi komizt að þessari niðurstöðu viö aö fara gegn um sjúkraskrár. I doktorsritgerð sinni um sjúk- dóma á íslandi getur Jón Finsen-) um að hafa fundið 298 sullsjúk- linga meðal 7044 sjúklinga, eða 1 sullsjúklingur móti 22.6 öðrum sjúklingum. Hann heldur að þessi tala sé of há, vegna þess hve mik- ið af sullsjúklingum hafi komið til sin, m. a. úr öðrum héruðum. Með því að telja sullsjúklinga i fjöl- skyldum, sem hann var persónu- lega kunnugur, fann hann 13 sull- sjúklinga meðal 46 fjölskyldna,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.