Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 18
122 LÆKNABLAÐIÐ sein í'voru samtals 561, eöa 1143.15. Finsen hefir meiri tilhneigingu til aö álíta aS þessi tala sé nærri lagi, og heldur aö 1 40—50 muni vera nálægt því rétta. Jónas Jónassen3) hefir í dokt- orsritgerö sinni bent á ýmsa galla á aðferö Finsens til að dæma um útbreiðslu sullanna. Hann telur að Finsen bafi ekki séð meiri hluta sjúklinga sinna, og aöeins operer- aö 50 af 298. Sjálfur reyndi Jónassen aö gera sér hugmynd um útbreiðslu veik- innar með því að fá 13 héraðs- lækna til að gefa sér upp tölu sullsjúklinga í ákveðnum héraðs- hluta, þar sem þeir gætu sjálfir gert sinar rannsóknir til að komast aö sem réttastri niðurstöðu, enn- fremur tók liann þannig fyrir part af sinu héraði. Niöurstaðan varð sú. að meðal 99S2 einstaklinga fundúst 122 með sýnilega sulli. eða 1 : S2. Jónassen telur þetta samt nokkuð lágt áætlað. vegna þess að Reykjavik er með, þar sem hann fann aðeins 1 sullasjúk- an af öllum ibúunum, sem þá voru 2600 manns.Með því að sleppa Reykjavík varð hlutfallstalan 1 :6i og áleit hann það nærri sanni fyr- ir allt Iandið. Einustu krufningaskýrslurnar, sem fyrir liggja, eru frá Sæmundi Bjarnhéðinssyni, sem gaf skýrslu um S6 krufningar við holdsveikra- spítalann í Laugarnesi. í þessum 86 líkum fundust sullir hjá 26. eða í 30%. Guðmundur M.ig,uisson hefir bent á, að ekki megi draga of víð- tækar ályktanir út frá þessum töl- um, því að sennilegt sé, að fleiri verði sullaveikir á þeim heimil- um, þar sem menn sýkjast af holds- veiki, en annarsstaðar, og kann að vera nokkuð til í því. Guðmundur MagnússoiH) reynir að gera sér grein fyrir tölu sulla- sjúklingá í landinu, og gengur þá út frá niðurstöðu Jónassens, að 61. hver maður hafi verið sulla- veikur, er hann samdi sína dokt- orsritgerð. Síðan ber hann saman tölu sullasjúklinga við það sem hún var á tímum Jónassens og finnur hana 4 sinnum lægri 191.1 en 1S56. Út frá því dregur hann þá ályktun, að á íslandi muni á hans tíma i mesta lagi 240. hver maður utan kaupstaða hafa sýni- lega sullaveiki eða hér um bil 4%. Þetta skrifar G. M. 1913, og lýkur máli sínu um þetta með þessum orðum: ,,Það væru í mesta lagi 300 sjúklingar á öllu landinu, og þeim fækkar óðum, því færri bæt- ast við en læknast og deyja“. Sullir fundnir við krufningar í Rannsóknarstofu Háskólans árin 1930—1941 (incl.). A þessum árum hafa verið gerð- ar alls 900 krufningar, sem reikn- andi er með í þessu augnamiði, því að ekki er rétt að reikna meö and- vana og nýfædd börn. Ég hefi því sleppt öllum krufningum á yngri börnum en 2ja vikna og verður heiklartalan þá 900 alls. Af töflu 1 sézt hvað fundist hef- ir af sullum. Alls'hafa þeir verið 41 talsins, og er talið með eitt til- felli, þar sem aðeins fannst ör eftii sull, sem hafði gróið eftir aðgerð. Samkvæmt þessu yfirliti hefir sull- ur fundust í 22. hverjum manni, sem til krufningar hefir komið Tafla 2 sýnir, að sullirnir eru al- gengastir í hæstu aldursflokkun um. en eru sjaklgæfari í yngra fólki, svo að enginn sullur hefir fundist innan tvítugsaldurs. Hjá þeim sem eru 71 árs og eldri finnst sullur i 21%. eða 5. hverjum, en ef allir sem eru 61 árs og eldri eru taldir saman, en þeir eru 171.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.