Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 23
LÆK NABLAÐ1Ð 127 læknanna og- hins opinhera, þegar athugaöar eru ástæöurnar fyrir rénun sullaveikinnar. í fyrsta lagi hefir risið upp borg í landinu, þar sem þriðjungur allra landsmanna býr nú, og þai sem borgin er hundalaus og fjár- laus verður þar enginn möguleiki til aö smitast af sullum. í öðru lagi hafa búskaparhættir Irreytzt mjög í vil fyrir iDaráttuna gegn sullaveikinni. Áður fyrr ólu menn upp sauði og slátruðu þeim er þeir voru orðnir 3ja—5 vetra. Á þeim aldri var lifrarsullur kindarinnar orðinn frjór og vel til þess fallinn að geta sýkt hunda. Nú er þessi sauðabúskapui horfinn úr sögunni, og lömbunum slátrað aö haustinu, 41'a—5 máa- aða gömlurn. Þessi lömb eru svo ung, að sullir, sem eru að byrja að vaxa í þeim, eru ekki orönir frjó- 'r> og geta því ekki sýkt hund ana. Þetta hlýtur að eiga mikinn þátt í rénun veikinnar. Nú orðið finnst mjög lítið af sullum i fénu, ekki aðeins lifrarsullum, heldur einnig lítið af netjusullum og heila- sullum. Svo má segja að vanki sjáist ekki lengur á kind og eru það mjög rniklar framfarir frá þvi sem áður var. Þetta bendir eindregið til þess, aö hundahreins- anirnar komi aö gagni, en annars er ekki vansalaust af okkur, aö hafa ekki gert sjálfir rannsóknir á bandormuni í hundum og gengið úr skugga um hve útbreidd tænia echinococcus er nú i þeim og jafn- fram athugað hve mikið gagn hundahreir.sunarlyfin gera og hvort mætti bæta þar eitthvað urn, Sennilega væri einmitt tækifæri til að gera slíkar rannsóknir nú, þegar hundapest gengur i land- inu og því hægara en ella að ná í dauða hunda. Þegar allt kemur til alls, held eg að við getum verið sæmilega á- nægðir með árangurinn af bar- áttunni við sullaveikina. Svo al- geng sem hún hefir verið, þá er •sýnilegt að hún er á góðri leið með að hverfa úr landinu. En við meg- um sanit engan veginn gleyma því, að hún er til ennþá, og það tölu- vert, og viö verðum að gera okkur ljóst, að sullaveikin er nú að kom- ast á það stig, sem er hættulegast í útrýmingarbaráttunni viö hvern sjúkdóm: Þegar veikin er oröin svo sjaldgæf, að menn hætta al- mennt að reikna með henni. Þá fer niönnum að sjást yfir hana og veik- in nær meiri útbreiðslu aftur. Þav sem veikin sýkir ekki mann frá manni, ætti ekki aö vera mikil hætta á aukinni útbreiðslu, svo framarlega senv hægt er að halda hundunum bandormalausum. En það er höfuðatriðið í baráttunni við veikina, og á það ber aö leggja fulla áherzlu, að allt sé gert sem unnt er til að hindra það, annars- vegar með því að koma i veg fyrir að hundarnir nái til að éta sulli, hinsvegar með því að hreinsa alh bandorma úr þeim. Ef þessara tveggja atriða er gætt nógu vand- lega, ætti næsta kynslóð að geta upplifað aö sjá því marki náð, sem læknastéttin verður að keppa að i þessu máli, en það er að útrýma veikinni að fullu og öllu úr land- inu. English Summary. As few autopsies have been jver- forrned in Iceland until in the last decade, all estimations of the frequ- ency of hydatid cysts among the Icelandic jvojvulation have been made on the basis of more or less founded conjectures. In his thesis on echinococcosis (1874) Finsen estimated about 2% of the jvojvulation to be infested,.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.