Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1944, Síða 14

Læknablaðið - 01.12.1944, Síða 14
LÆKNABLAÐIÐ 152 nr mjög-. miklar antibacteriell verkanir þegar þaS er gefiö í æS, í vö'ðva eða sýkta svæöið, en áhrifa- lanst sé það gefið munnleiðis. Ifit- ir innclælingu skilst lyfið mjög íljótt út (með þvaginu). svo að nauösynlegt er að láta það renna stöðugt inn í æð eöa dæla því inn á 3—4 klst. fresti allan sólarhring- inn. Penicillin hefur reynzt mjög kröftugt gegn infectionúm af staphylococcum, gonococcum, pneuinococcum og hæmolyt. streptococcum, en Htinn árangur borið við bacteriell endocarditis. Afbragðsgóður árangur náðist við gonococcainfectionir, þar sem sul- fanilamid dugði ekki. Af 129 sjúkl. urðu 125 einkennalausir og sýklar luirfu inna tveggja sólarhringa. Skömmtun lyfsins er tilgreind við hvern sjúkdóm, en talin þurfa nánari rannsóknar við, áður en fastar reglur eru gefnar um hve mikið skuli nota og hve lengi. Við empyem er penicillin-upp- lausn dælt. í brjósthimnu'hÖHð og við meningitis subarachnoidalt. Eiturverkanir eru yfirleitt litlar og sjaldgæfar. Einstöku sjúklingar fá kölduhroll og hita i nokkra daga, þótt hitalausir væru í byrj- un meðferðar. Trombophlebitis hjá inridælingarstaðnum kom fyrir hjá 19 af 500 og T4 fengu urticaria. Líklegt að efnið hafi ekki verið nægilegá hreint. Ó. G. Sjóveikislyf. Enski herinn liefir nýlega látiÖ rannsaka ýmis sjóveik- islyf, Hklega vegna ..innrásarinn- ar". Er það íljótsagt að langbezt reyndist hyoscin. Það dugði 57% af 200 mönnum, sem áttu annars vanda til sjóveiki. Skamniturinn var 0,6 milligröm og 1.2 milligr. Stærri skammturinn hafði auðvit- að nokkuru meiri áhrif, en þá var hættara við þurrk í munni og kverkum (lítið nnmnvatn). Gera má ráð fyrir að við burtför sé gefið 0.6 mgrm.. en síðan 0,3 mgrm. með 6 klst. millibili, ef þess gerist þörf. Hyosin er auðvitað engin nýj- ung og fer því fjærri að fundið sé einhlýtt lyf við sjóveiki. (Lancet. 22. jan. 44). Úðasmitun og grisjugrímur. The National Institute for Med. Re- searh hefir látið rannsaka þetta nýlega. Er sagt aö við „fullkominn meðalhnerra hafi um 100.000 bakteriuberandi dropar" borizt út í loftið milli grisjugrimu og and- lits. og að um 4000 þeirra hafi svifið í loftinu eftir hálfa klukku- stund. Við upplestur og tal töldust úðadroparnir 75—1500. (Lancet, 22. jan. ’44). Yfirlið. I yfirliði verður hjart- •sláttur hægari 0g blóðþrýstingur lægri. en þó varpar hjartað út álíka miklu blóði og á undan yfir- liðinu. Talið er að háræðar víkki, sérstaklega i vöðvum, og gleypi þær blóðið. (Ibid). Tekjur lækna Arið 1937 voru tekjur enskra lækna taldar um Í12GO að meðaltali á ári. í U. S. voru þær á árunum 1936—41 um £1295 ef $4 eru taldir í £1. — Hverjar eru svo meðaltekjur is- lenzku læknanna? (Lancet 1. jan. '44). . . Þvaglos unglinga (enuresis). Sclnilts og Anderson hafa reynt að gefa karlvaka (Methyl-testo- sterone) við þessum kvilla 10—20 milligr. á dag í margar vikur. Sagt er að þetta hafi komið að góðu gagni. Af 36 piltum læknuðust 20 til fulls. (Med. newsíetter). G. H.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.