Kraftur - 01.05.2009, Blaðsíða 6

Kraftur - 01.05.2009, Blaðsíða 6
Að grein ast með krabba mein - eða hvaða erfiða sjúk dóm sem er ann an - er vissu lega mikið and- legt áfall fyrir alla, á hvaða aldri sem er. Það getur verið gott að finna samhug og stuðning hjá öðrum sem glíma við krabbamein, og þá skiptir aldur, stétt eða staða litlu máli. Hins- veg ar hefur hvert aldurs skeið ævinnar sínar áhersl ur, annir og for gangs röð. Fólk á þrí tugs- og fer tugs aldri er vel flest rétt að koma und ir sig fót unum í líf inu. Við erum náms menn eða nýir starfs menn, kannski ný komin heim til Ís lands úr námi erlend is. Ef við eigum fast eign erum við ný byrjuð að borga af hús næðis lánum, oft með háa greiðslu byrði því við vílum ekki fyrir okkur að vinna mikið og borga mikið meðan við erum ung og hraust. Ef við eigum ekki fast- eign leigjum við hús næði yfir okkur, og þar sem við höf um mörg hver ný lega stofn að fjöl skyldu reiða oft litlar mann eskjur sig á að við séum til staðar, að við út vegum skjól og mat, ást, öryggi og góða fram tíð. Sum okkar eiga nýjan kærasta eða kærustu, erum ást fangin upp fyrir haus og höfum engan tíma til að hafa áhyggjur af fram tíð inni því hún er björt. Við höfum ekki haft svig rúm til að leggja mikið fyrir og eig um þar af leið andi ekki mikinn sparnað til að nota í neyðar til vikum, erum jafn vel ekki farin að hugsa svo langt fram í tím ann þar sem við erum ung og eigum allt lífið fram undan, með sínu dag lega amstri og hamingju stund um. Við reiknum fæst með því að fót unum sé kippt undan þeim á einu augna bliki, inni á læknis- stofu. Ef við erum ung þegar það gerist hellist ekki ein ungis yfir okkur hræðslan og spurn- ingin um hvort við mun um lifa af, heldur hvort makinn geti séð fyrir fjöl skyld unni á meðan, hvort börn in okkar eigi eftir að verða fyrir mikl- um áhrif um af veik ind unum, hvort við verð um til stað ar fyrir börn in okkar yfir höfuð, hvernig fjár hag fjöl skyldunnar reiði af og hvort fram tíð- in sem við sáum fyrir okkur sé alveg horfin. Og stóra spurn ing in, sem ætíð ber ör lít inn keim af sektar kennd: Af hverju var ég ekki búin(n) að gera betri ráð stafanir? Allar þess ar áhyggjur af verald legum hlut um virðast ef til vill hjá kát legar við hlið ina á bar- áttunni við líf shættu legan sjúk dóm. En þegar mesta áfallið er liðið hjá, þegar krabba meins- með ferð in er orðin ferli sem við þurf um að ganga í gegn um og bati er lang tíma mark mið, þá er nægur tími eftir af lögu til að hugsa og hafa áhyggjur. Hvenær mun ég geta farið aftur að vinna eða í nám? Hversu mikið seinkar náms- lok um? Mun ég þurfa að skipta um starfs vett- vang. Þarf ég að byrja starfs feril inn upp á nýtt? Get ég hugsað um börn in mín í veik ind unum eða þarf ég að fá meiri að stoð? Hef ég efni á meiri aðstoð? Hvaða rétt indi hef ég og hvaða rétt indi hafa börn in mín og makinn? Hvert til felli er ein stakt og að stæð ur hvers ein- stak lings eru ólíkar. En margir á þess um aldri eiga allt þetta sam eigin legt: áhyggjur af ung um fjöl skyld um og ný leg um, fjár hags leg um skuld- bind ing um ásamt vanga velt um og kvíða vegna óvissu fram tíð ar inn ar. Það er jú bara venju- legt fólk sem fær krabba mein og lendir þannig í að stæð um sem það hefði áður aldrei getað ímynd að sér. Það var þessi þörf fyrir að deila sam eigin legri reynslu, fá ráð legg ing ar annarra og læra af öðrum, fá stuð ning þeirra sem skilja mann og þekkja að stæð ur manns, sem varð kveikjan að stofn un Krafts. Í þess um fé lags skap getur ungt fólk fund ið aðra sem eru eða hafa verið á sama báti og fátt er mikil væg ara í hörð um heimi en að finna til sam kennd ar og vita að maður er ekki einn. Í stuð nings félag inu Krafti er enginn einn. HVAÐ ER KRAFTUR? Stuðningsfélagið Kraftur er félag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Hvers vegna þarf sérstakan félagsskap fyrir ungt, krabbameinsgreint fólk? Getur það ekki sótt styrk og aðstoð í aðra stuðningshópa og aðildarfélög Krabbameinsfélagsins? Hvað er svona merkilegt við að vera ungur og með krabbamein? Kraftur var stofnaður á haustdögum 1999 af ungu fólki sem var eða hafði verið að glíma við krabbamein á einn eða annan hátt. Þessi hópur setti sér ýmis markmið, m.a. að berjast fyrir endurhæfingu til handa krabbameinsgreindum, en slík endurhæfingarmeðferð hafði ekki staðið þeim til boða þótt mikil þörf væri á slíkri þjónustu. Ennfremur vildu stofnendur safna saman á einn stað ýmsum upplýsingum sem gætu nýst krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra, hvort sem væri upplýsingum um meðferðir, mataræði, heilbrigðan lífstíl, fjármál eða samfélagsleg réttindi. Kraftsfélagar eru nú orðnir yfir 400 talsins. Þetta er fólk sem vill nýta þá breytingu sem varð á lífi þess og þá reynslu sem það hefur öðlast í baráttunni við krabbamein til að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda. Kraftur stendur fyrir margskonar starfsemi og beitir sér fyrir málefnum sem stuðla að betri líðan þeirra sem kynnst hafa sjúkdómnum með beinum eða óbeinum hætti. Hlutverk Krafts er meðal annars: • að veita andlegan og félagslegan stuðning við þá sem greinast og aðstandendur • að stuðla að endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda • að leggja áherslu á forvarnir og minna á að við erum að hluta til ábyrg fyrir eigin heilsu og líðan • að standa fyrir útgáfu á kynningarefni • að halda reglulegar uppákomur í nafni félagsins þar sem fyrirlesarar koma og fjalla um ýmis málefni sem snerta okkur öll á einn eða annan hátt 6

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.