Kraftur - 01.05.2009, Blaðsíða 8
Ég var 23 ára þeg ar ég greind ist fyrst með
bráða hvít blæði, í sept emb er 1994. Ég var í
þessu hefð bund na ferli sem ungt fólk er oft í,
var á síðasta ári í námi við Kennara háskóla Ís-
lands, leigði íbúð, var í sam bandi og fram fleytti
mér á náms lánum. Ég var hand viss um að það
væri til ein hvers konar hóp ur sem styddi við
ungt fólk í mín um spor um, and lega og fé lags-
lega, en sú var ekki raun in. Þá kviknaði fyrst hjá
mér hug mynd að stuð nings hópi fyrir ungt fólk
og að stand end ur. Ég er sann færð um að margir
sem hafa verið í svip uð um spor um hafi velt
þessu fyrir sér og fengið góðar hug mynd ir, en
ekki kom ið þeim í fram kvæmd.
Kraftur í nafninu
Ég geymdi þessa hug mynd í koll in um fyrst um
sinn og nafnið Kraftur hjálp aði mér í gegn um
veik indin. Ég sá það fyrir mér sem nafn á stuð-
nings félagið ef af stofn un þess yrði og var því
hæst ánægð þegar nafnið var sam þykkt ein róma
við stofn un Krafts. Okkur fannst það lýsa því
sem í okkur byggi og einn ig minna okkur á kraft-
inn sem hjálpar og leiðir okkur áfram á erfið um
stund um í lífi okkar. Þörf in á svona stuð nings-
hópi var mikil og er enn. Ungt fólk þarf öðru-
vísi stuð ning en eldra. Það gefur auga leið að
það eru ekki sömu áherslur í lífi ungs fólks og
þeirra sem eru komnir yfir miðjan aldur. Á þess-
um tíma var heldur ekki um sál gæslu að ræða
inni á spí tölunum. Það voru aðal lega ætt ingjar,
vinir og starfs fólk 11-E sem komu að stuð ningi,
en ég tel það nauð synlegt að allir fái fag lega að-
stoð þar sem ekki er hægt að ræða um alla hluti
við sína nánustu. Einnig er ýmis legt er varð ar
félags lega kerfið sem er ungu fólki fram andi.
Samherjar í baráttunni
Vorið 1995, stuttu eftir að ég kláraði lyfja-
meðferð, heim sótti ég ungan mann á 11-E sem
heitir Jón Bergur Hilmis son til að deila reynslu
minni með honum. Jón Bergur var mjög veikur
á þess um tíma, en eftir harða bar áttu náði hann
sér af sínum veik indum. Þannig hófust okkar
kynni og héldum við sam bandi eftir það, t.d.
hitt umst við reglu lega í grill partýi heima hjá
honum til að fagna hverju ári frá út skrift hans
af sjúkra húsinu.
Ég greind ist hins vegar aftur með bráða hvít-
blæði í júlí 1997 og fór í merg skipti til Sví þjóðar
í kjöl farið. Það var svo tæpum tveimur árum
síðar að ég hitti Jón Berg og Árnýju konu hans
á djamm inu og við fórum að ræða mikil vægi
þess að stofna stuðnings hóp fyrir ungt fólk
sem greinst hefur með krabba mein og að stand-
endur þess.
Árný og Jón Bergur riðu síðan á vaðið og boðuðu
til stofn fund ar á heimili sínu þann 1. október
1999. Kraftur var sem sagt stofn aður við eld-
hús borð ið á heimili þeirra hjóna og stofn end ur
voru: Ágústa Erna Hilmars dóttir, Árný Júlíus-
dóttir, Hafdís Gerður Gísla dóttir, Hall grímur Þór
Hinriks son, Hildur Björk Hilmars dóttir, Hrefna
Ásgeirs dóttir, Jón Bergur Hilmis son, Jón Þór
Sig munds son og Sveinn Zoëga.
Meðbyr og samhugur
Næstu skref voru að skrifa Krabba meins-
félagi Íslands bréf og sækja um að verða eitt
af stuðnings félög um þess. Beiðni okkar var
tekið fagnandi af KÍ og var mér sem for manni
Krafts boðið að kynna fé lagið á for manna fundi í
október þetta sama ár.
Mér er mjög minnis stætt hvað eld móður inn var
mikill og kraftur í fólki. Kraft urinn er enn til stað-
ar hjá þeim sem starfa fyrir Kraft í dag og það er
virkil ega gaman að sjá að fé lag ið okkar lifir, nú
10 árum síðar.
Í feb rúar 2000 vorum við með kynningar fund
í húsi Krabba meins félags ins. Sá fund ur tókst
með ein dæm um vel og mættu um 300 manns
á þann fund. Við vorum í ský junum yfir að fá
allt þetta fólk til að kynna sér mark mið Krafts
og fram tíðar plön. Sam kennd ina mátti finna í
lofti nu, það var okkur öllum afar dýr mætt. Það
var fólk alls staðar að sem mætti og okkur þótti
vænt um að sjá lækna og hjúkrunar fólk krabba-
meins deild ar inn ar þar á meðal. Það er nauð-
synlegt fyrir Kraft að hafa starfs fólk spítala nna
með okkur í að láta vita af til vist Krafts og dreifa
kynningar efni - það hefur reynd ar gengið upp
og ofan, því miður.
Félaga sam tök, fyrir tæki, fjöl miðlar og al menn-
ingur sýndu Krafti mikinn áhuga og fjöl mörg
fyrir tæki og líknar félög styrktu okkur í þeim
verk efn um sem við tók um okkur fyrir hend ur og
sum hver gera enn. Hug mynd irnar voru óþrjót-
andi og miklu fleiri en tími vannst til að sinna.
Við settum á lagg irnar ýmis konar nefndir, svo
sem skemmti-, markaðs-, rit- og að stand enda-
nefnd. Á tímum var þetta eins og að reka stórt
fyrir tæki. Allir fé lags menn unnu vinnu sína í
sjálf boða liða starfi og gera enn í dag. Hjá Krafti
er hug sjónin alls ráð andi.
Öflug starfsemi í áratug
Mark mið Krafts voru og eru að hlúa að ungu
fólki sem grein ist með krabba mein og að stand-
end um þeirra. Við vildum vera þrýsti hópur varð-
andi mál efni krabba meins greind ra og standa
vörð um rétt indi þeirra, eins og flestir stuð-
nings hópar gera. Það var lykil atriði að styðja þá
sem voru að greinast með krabba mein, meðan
á með ferð stæði jafnt sem eftir hana. Að vera
til staðar.
Einnig vild um við safna saman öllum hag nýt-
um upp lýsing um á einn stað, til að hver og einn
þyrfti ekki að leita eftir þeim svo við gáfum út
bók ina Lífs-Kraft og opnuð um stuð nings síma
sem mikið var hringt í.
Fyrir um tveimur árum réð Kraftur sál fræð ing
til að sinna stuð nings neti Krafts, sem saman-
stend ur af Krafts með limum sem geta stutt aðra
sem eru í svip uðum spor um og þeir hafa verið í.
Kraftur lagði einnig mikla vinnu í að undir-
búa jarð veginn fyrir Ráð gjafar þjón ustuna sem
Krabba meins félag Ís lands opnaði í Skógar hlíð-
inni fyrir tveimur árum og er mikil sam vinna í
gangi milli Krafts og Ráð gjafar þjón ust unnar.
Svo stend ur Kraftur fyrir reglu legum fund um,
fyrir lestrum, skemmt unum og nám skeið um
ásamt því að hóa fólk saman í göngu túra eða
hvað eina sem með lim um dettur í hug.
Mikið áunnist en margt sem bíður
Á þessum 10 árum sem liðin eru frá stofn un
Krafts hefur mikið áunn ist en enn er af mörgu að
taka. Vil ég þar fyrst nefna endur hæfingu fyrir
krabba meins sjúk linga. Það er ýmis legt í boði í
dag en engin heild ræn þjón usta sem tekur á öllu
því sem þarf að vinna úr eftir erfið veik indi. Það
er gríðar lega mikil vægt að fólk skili sér aftur út
í lífið og að allir sem mögu lega geta verði gild-
ir þjóð félags þegn ar á ný. Í dag sýnist mér hver
vera að vinna í sínu horni að þess um mál um og
það er eins og það náist ekki ein ing um þetta
gríðar lega mikil væga mál. Þar sem ríkið getur
ekki sinnt því sem skyldi þá skora ég á þá sem
eru að vinna að endur hæf ingu fyrir krabba-
meins sjúk linga að sam eina krafta sína og vinna
saman að því að byggja upp eina öfluga endur-
hæfingar stöð. Því betur má ef duga skal.
Það sem stend ur upp úr lið num ára tug er hinn
óbil andi kraft ur þeirra sem að starf semi Krafts
hafa kom ið, þar starfa allir af hug sjón og án
hennar væri Kraftur ekki til. Að starfa fyrir Kraft
í gegn um árin hefur verið mjög lær dóms ríkt og
oftast mjög skemmti legt – en líka átakan legt og
erfitt þegar við þurf um að horfa á eftir vin um og
félögum. Sem betur fer lifa þó æ fleiri krabba-
mein af. Í Krafti hef ég kynnst frá bæru fólki og
eignast marga góða vini til lífs tíðar. Lengi lifi
Kraftur!
AÐ VERA TIL STAÐAR
Kraftur í 10 ár
Hildur Björk Hilmarsdóttir er einn af stofnfélögum og fyrsti
formaður Krafts. Hún hefur stýrt afmælisnefnd Krafts sem hefur
undirbúið veglega hátíð í tilefni af tíu ára afmæli félagsins og
rifjar hér upp hvernig Kraftur varð til.
8