Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1980, Side 6

Læknablaðið - 15.08.1980, Side 6
170 LÆKNABLADID Stjórn L.í. skal sjá um, að kandidatar í læknisfræði frá Háskóla íslands, svo og íslenzkir eða erlendir ríksborgarar, sem tekið hafa kandidatspróf erlendis, en fá læknaréttindi á íslandi, fái lög og siðareglur L.Í., svo að þeim sé Ijós tilvera félagsins, tilgangur þess og reglur, og réttindi þeirra og skyldur í því sambandi. 7. gr. Stjórn félagsins fer með málefni þess milli aðalfunda. Aðildarfélög kjósa fulltrúa og varafulltrúa á aðalfundi sínum og tilkynna L.í. nöfn þeirra strax að kosningu lokinni. Skulu þau jafnan senda fulltrúa á aðalfund L.í. Hamli forföll, sem stjórnin tekur gild, er aðildarfélagi heimilt að fela umboð sitt lækni eða læknum, búsettum utan félagssvæðisins; þó fer sami maður einungis með eitt atkvæði. Félög með 15 félaga eða færri kjósa einn fulltrúa, en stærri félög einn fulltrúa fyrir hverja 15 félaga. Átta félagar umfram 15 eða margfeldi af 15 veitir auk þess rétt til fulltrúa. Jafnmargir fulltrúar skulu kosnir til vara. Pó má ekkert eitt aðildarfélag kjósa fleiri fulltrúa en hin öll til samans. 8. gr. Á aðalfundi eiga sæti með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti kjörnir fulltrúar samkvæmt 7. grein. Varafulltrúar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti, svo og kjörinn fulltrúi frá Félagi ungra lækna, óski það félag þess. Á fundinum eiga og sæti stjórnarmenn L.Í., þó að þeir hafi ekki verið kosnir fulltrúar svæðafélags síns, og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt. Aðalfund skal halda ár hvert á tímabilinu júní-september. Stjórnin getur kvatt til aukafundar, ef hún telur þess þörf. Stjórnin boðar til aðalfundar með dagskrá með minnst tveggja mánaða fyrirvara. Eftirtalin gögn skulu send aðildarfélögum minnst einum mánuði fyrir aðalfund: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Tillögur til lagabreytinga. 3. Mál frá svæðafélögum, sem þau óska að leggja fyrir aðalfund. 4. Tillögur stjórnar um stjórnarkjör. Formaður tilnefnir fundarstjóra og fundarritara. Fundur er lögmætur, ef hann er löglega boðaður. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum. Samþykktir aðalfundar eru bindandi fyrir aðildarfélögin. Skjóta skal úrslitum mála á aðalfundi til skriflegrar atkvæðagreiðslu allra félagsmanna, ef 2/5 hlutar mættra fulltrúa óska þess. Við slíka atkvæðagreiðslu ræður afl atkvæða. Úrslit hennar hnekkja því aðeins ályktun aðalfundar, að a.m.k. 60 % félagsmanna hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Stjórninni er heimilt að veita öðrum félagsmönnum en fulltrúum og varafulltrúum leyfi til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti. Henni er og heimilt að leyfa eða bjóða utanfélagsmönn- um fundarsetu og þátttöku í umræðum, þegar sérstakar ástæður gera slíkt æskilegt. 9. gr. Aðalfundur kýs fimm manna stjórn úr hópi félagsmanna til tveggja ára: Formann, ritara, varaformann, féhirði og einn meðstjórnanda. Skulu þeir vera frá a.m.k. tveim svæðafélögum. t>á skulu kosnir þrír varamenn og einn endurskoðandi úr hópi félagsmanna. Stjórnarkosning er skrifleg, óski einhver fundarmanna þess, og skal hver stjórnarmaður kosinn sérstaklega. Pó má kjósa alla varamenn í einu. Verði atkvæði jöfn við stjórnarkjör, skal hlutkesti ráða. 10. gr. Stjórn hvers aðildarfélags skal senda stjórn L.í. ársskýrslu sína ásamt skrá yfir félaga minnst mánuði fyrir aðalfund L.í. Lög aðildarfélaga eru því aðeins gild, að þau hafi verið samþykkt af stjórn L.í. Nú óskar aðildarfélag þess, að aðalfundur L.í. taki taki eitthvert mál til meðferðar, og skal þá

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.